fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fréttir

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, og unnusta hans, Ynga Myrra Sturludóttir, urðu fyrir því að brotist var inn í bíl þeirra, þar sem honum var lagt í bílakjallara Hörpu, og stolið úr honum töluverðum verðmætum, m.a. jólagjöfum sem parið hafði keypt. Tjónið fæst ekki bætt hjá tryggingafélagi Páls þó að hann hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að fá lögreglu til að rannsaka málið og raunar leyst málið fyrir lögregluna með því að fylgja eftir ferðum þjófsins.

„Ég vil bara vara fólk við þessu,“ segir Páll í samtali við DV. Þannig vildi til staðsetningarmerki var á einum hlutnum sem var stolið og gat Páll því fylgt eftir ferðum þjófsins og gefið lögreglu upplýsingar um staðsetningu hans. En lögregla vildi ekki sinna málinu og þar sem ekki er til lögregluskýrsla neitar tryggingafélagið að bæta tjónið og vísar í skilmála tryggingarinnar. Þar eru hins vegar engin ákvæði um hvernig tryggingataki skuli bera sig að ef lögregla vill ekki sinna máli hans.

Páll rekur málið í Faceookfærslu:

„VIÐVÖRUN, til ykkar sem lesið þetta þá er ég bara að benda ykkur á hvað getur gerst, það vildi svo til að það var brotist inn í bíllinn minn þegar við Ynga Myrra Sturludóttir vorum stödd í Reykjavík núna um helgina, en bílnum var lagt í bílastæðishúsinu undir Hörpu allar jólagjafirnar rifnar upp og öðru stolið, en þau mistök sem ég gerði var að ganga ekki eftir því að lögreglan kæmi á svæðið og skoðaði aðstæður og gerði skýrslu, ég reyndar hringdi 2x í lögregluna og ég sagði henni af atvikinu og sagði líka lögreglunni líka hvar þjófurinn væri því það var airtag á einum hlutnum sem var stolið svo við gátum fylgst með ferðalagi þjófsins um Reykjavík, en lögreglan hafði ekki tíma í að sinna þessu máli, sem síðan veldur því að tryggingarfélagið borgar ekki bætur vegna tjónsins og ber því við að þar sem ekki var skilað inn lögregluskýrslu þá borgi þeir ekki tjónið, og sendu mér tryggingarskilmálana máli sínu til stuðnings, en þegar ég spurði hvað á ég sem tryggingartaki að gera ef lögreglan sinnir ekki svona málum hver er þá mín leið til þess að uppfylla þær kröfur sem þið gerið þá varð fátt um svör…“

 

„Ég sá að þú varst að skrifa um innbrot og stjórþjófnað um daginn,“ segir Páll. „Í því samhengi vil ég bara benda á að ef ekki liggur fyrir lögregluskýrsla þá bæta tryggingar ekki tjónið, þó að þú sért tryggður fyrir innbroti.“

Aðspurður segist Páll hafa beðið í um tvær klukkustundir eftir lögreglu áður en hann ók burtu. Hann nagar sig núna í handarbökin yfir því og telur að hann hafi átt að bíða þar til lögregla kæmi á vettvang. Hann hefur hins vegar enga hugmynd um hvenær það hefði orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Óttast að lenda í því sama og íbúar í Árskógum – „Það mun dimma mikið í íbúðinni minni“

Óttast að lenda í því sama og íbúar í Árskógum – „Það mun dimma mikið í íbúðinni minni“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri gagnrýnir Samtökin  ’78: „Þrátt fyr­ir það sæt­ir maður­inn nú saka­mál­a­rann­sókn“

Snorri gagnrýnir Samtökin  ’78: „Þrátt fyr­ir það sæt­ir maður­inn nú saka­mál­a­rann­sókn“
Fréttir
Í gær

Sofnaði undir stýri og keyrði á gangandi vegfarendur

Sofnaði undir stýri og keyrði á gangandi vegfarendur
Fréttir
Í gær

Eru matvöruverslanir að eiga verðsamráð í gegnum fjölmiðla? – Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við

Eru matvöruverslanir að eiga verðsamráð í gegnum fjölmiðla? – Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við
Fréttir
Í gær

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur allt annað en sáttur: „Annað eins vanhæfi hefur ekki sést“ – „Gjörsamlega grátbroslegt“

Vilhjálmur allt annað en sáttur: „Annað eins vanhæfi hefur ekki sést“ – „Gjörsamlega grátbroslegt“