fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Réðst á barn í bíó á fullveldisdaginn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. desember 2024 12:54

Árásin átti sér stað í Sambíóunum í Kringlunni. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á barn í sal kvikmyndahúss Sambíóanna í Kringlunni. Átti þetta sér stað á fullveldisdaginn, 1. desember 2023.

Umrætt barn er drengur en aldur hans kemur ekki fram í dómi Héraðsdóms. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa veist með ofbeldi að drengnum. Það hafi hann gert með því að taka í hálsmál peysu drengsins og togað hann að sér, með þeim afleiðingum að hann rakst í sæti, og haldið honum á meðan maðurinn öskraði á drenginn að þegja og síðan hent honum aftur í sætið, með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut mar á höfði upphandlegg og læri. Með þessari háttsemi hafi maðurinn beitt drenginn ógnunum og sýnt honum vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi.

Undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi voru nokkrar breytingar gerðar á ákærunni en þær fólust í maðurinn var ekki lengur sagður hafa öskrað á drenginn að þegja og hann var eftir þessar breytingar sagður hafa sleppt drengnum aftur í sætið en ekki hent honum.

Maðurinn játaði skýlaust en gerði kröfu um að honum yrði ekki gerð refsing. Hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og því þótti héraðsdómi hæfilegt að dæma hann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Krafist var miskabóta fyrir hönd drengsins, 1,5 milljóna króna. Dómnum þótti hins vegar hæfilegt að dæma manninn til að greiða drengnum 250.000 krónur í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“

Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi