Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjustu útgáfu heimslista FIFA sem hefur verið gefinn út.
Þess má geta að liðið hefur ekki leikið leik síðan síðasta útgáfa listans var gefin út 28. nóvember.
Þetta var í síðasta sinn á þessu ári sem listinn er gefinn út og ljúka Strákarnir okkar því í 70. sæti.