fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 22. desember 2024 11:59

Eygló Mjöll Óladóttir. Mynd/Instagram @eyglowmjoll

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eygló Mjöll Óladóttir vissi frá unga aldri að hana langaði í stærri brjóst. Hún lagði fermingarpeninginn til hliðar fyrir brjóstastækkun og lagðist undir hnífinn stuttu eftir átján ára afmælið. Hún segir að brjóstin hafi verið eitthvað sem hún sá sig ekki án, hún hafi viljað láta grafa sig með þau, en fyrir tveimur árum fór viðhorf hennar að breytast og lét hún fjarlægja púðana í kjölfarið. Hún segir að þessu hafi fylgt mikil frelsistilfinning og hún sé mjög sátt í eigin skinni í dag.

Eygló er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir þetta nánar hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, einnig má hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Eygló lét fjarlægja púðana í lok árs 2022, eftir að hafa verið með þá í níu ár.

„Ég var búin að ákveða það mjög ung að ég ætlaði sko að fá stór brjóst. Alltaf verið með mjög lítil brjóst. Það var bara, ég tók fermingarpeninginn minn og lagði hann inn á bók. Ég ætlaði að fá mér stór brjóst, var harðákveðin í því. Síðan pantaði ég mér tíma þegar ég var sautján ára og vildi helst fá eins stór og pössuðu. Ég fór í aðgerðina fjórum dögum eftir átján ára afmælið mitt,“ segir hún.

Eygló fór í aðra aðgerð eftir að hafa eignast elsta drenginn sinn og fékk sér stærri púða. „Þá fór ég upp í 550cc í hvoru, allt of stórt.“

Eygló Mjöll Óladóttir. Mynd/Instagram @eyglowmjoll

Brjóstapúðaveiki

Aðspurð hvort hún hafi fundið fyrir einkennum brjóstaveiki (BII, breast implant illness) segist Eygló halda það.

„Ég var allavegana farin að skoða það mikið. Ég fékk alltaf sting í húðina, í kringum brjóstin og stundum inn í brjóstin sjálf. Það var hrikalegt að liggja á maganum, þetta var farið að angra mig, þetta var þungt. Ég var stundum að lyfta þeim til að ná að rétta úr mér almennilega og fá djúpa og þægilega öndun,“ segir hún.

Brjóstapúðaveiki (BII) er yfirheiti yfir ýmis einkenni og aukaverkanir sem má rekja til brjóstapúða. Undanfarin ár hafa margar íslenskar konur stigið fram og lýst einkennum BII og látið fjarlægja sína púða eftir margra ára veikindi.

„Svo fékk ég nóg“

Eins og fyrr segir voru brjóstin stór hluti af sjálfsímynd Eyglóar og gat hún ekki ímyndað sér að vera án þeirra. En því betur sem henni leið andlega þeim mun öruggari var hún í eigin skinni.

„Mér var farið að líða miklu betur, en fyrir það fannst mér ég ekkert án brjóstanna, að ég þyrfti að vera með stór brjóst. Svo fékk ég nóg. Mig langaði bara að líða vel,“ segir hún.

„Ég var komin á það góðan stað að ég var alveg tilbúin að losna við þetta en áður fyrr hefði ég frekar látið grafa mig með þetta bara: „Ég dey með þessi brjóst.““

Hún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Eygló á Instagram og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk
Hide picture