fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. desember 2024 14:30

Það er ódýrt en líka óumhverfisvænt að kaupa föt af Temu og Shein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð, Liberalerna, vilja banna innflutning á vörum frá ódýrum kínverskum netverslunum á borð við Temu og Shein. Þess í stað vill flokkurinn styrkja hringrásarhagkerfið.

Aftonbladet greinir frá þessu.

Frjálslyndi flokkurinn er hægri sinnaður flokkur sem situr í ríkisstjórn Ulf Kristersson. Hann er því langt frá því að vera áhrifalaus í málinu.

„Við viljum styrkja hringrásarhagkerfið og verslun með notuð föt og draga úr neyslu á ódýrum tískufatnaði sem er að aukast í Svíþjóð og er ekki hentug fyrir land með meðvituðum neytendum sem er umhugað um mannréttindi og loftslagið,“ sagði Romina Pourmokhtari, umhverfis- og loftslagsráðherra.

Romina Pourmokthari umhverfis- og loftslagsráðherra Svíþjóðar. Mynd/Getty

Hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt til fjórar leiðir til að breyta um kúrs í þessum efnum. Ein leiðin er að banna innflutning frá verslunum á borð við Temu og Shein. Önnur að lækka virðisaukaskatt á notaðar vörur. Þriðja er bann á svokölluð eilífðarefni, eða PFAS efni, í fatnaði, en þau eru talin mjög skaðlega heilsu og umhverfi og tærast ekki í náttúrunni. Fjórða að gerð verði könnun á loftslagsáhrifum fatnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt