„Þetta er geggjaður völlur, sennilega sá flottasti af þeim sem við höfum spilað á,“ sagði Arnar Gunnlaugsson við samfélagsmiðla Víkings í aðdraganda leiksins gegn LASK í Sambandsdeildinni í kvöld.
Víkingur er með 7 stig í deildarkeppninni og liðið líklegt í að fara áfram, en stig í Austurríki í kvöld myndi gulltryggja það.
„Strákarnir finna það að það er mikið undir. Við getum skrifað söguna í íslenskum fótbolta. Mér er alveg sama hvernig við förum að þessu, við bara ætlum að komast áfram. Við berjumst með kjafti og klóm,“ sagði Arnar.
„Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri hingað til. Ég sagði einmitt við strákana að 19. desember fyrir ári síðan var ég í IKEA, sem er versta martröð allra karlmanna, að vera með eiginkonu sinni í IKEA.“
Samtalið í heild er í spilaranum.
Sverrir Geirdal náði aðeins tali af Arnari Gunnlaugssyni á æfingu liðsins í kvöld. #EuroVikes ❤️🖤 pic.twitter.com/xKiiDJfNc9
— Víkingur (@vikingurfc) December 18, 2024