Eins og komið hefur fram var hann ákærður fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni, Gisele Pelicot, ólyfjan ítrekað og fengið ókunnuga karla sem hann kynntist á netinu til þess að nauðga henni. Tók Dominique myndir og myndbönd af misnotkuninni og vistaði efnið samviskusamlega í tölvu sína, alls um 20 þúsund myndir og myndbönd. Hann viðurkenndi brot sín fyrir dómi.
Sjá einnig: Skrímslið í Avignon varpaði sprengju í morgun:„Ég er nauðgari, eins og allir aðrir hér inni“
„Það er erfitt að heyra þetta. Í 50 ár bjó ég með manni sem mig grunaði aldrei, ekki í eina sekúndu, að gæti gert eitthvað þessu líkt. Ég bar fullkomið traust til hans,“ sagði Gisele í september síðastliðnum eftir að eiginmaður hennar hafði játað sig sekan.
Alls voru 50 menn ákærðir í málinu og hafa nokkrir þeirra verið sakfelldir í morgun. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt frá 4 ára til 18 ára fangelsi.