fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fókus

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Fókus
Fimmtudaginn 19. desember 2024 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar virðast mjög ósáttir við breyttu Mackintosh-sælgætismolana (Quality Street) en margir vilja meina að útlit umbúðanna sé ekki aðeins breytt heldur líka bragðið.

Netverjar ræddu um málið í vinsæla Facebook-hópnum Matartips. Ein skrifaði:

„Mackintosh-konfektið er orðið algjörlega ólíkt og óætt frá því sem það áður var, bæði í bragði og útliti og pökkun. Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður. Barasta vörusvik að kaupa þetta wannabe Mackintosh áfram … og jólasveinninn tekur ekki þátt í því!

Því hefur Mackintosh jólasveinninn sagt upp störfum og verða því þessar (áður eðal) konfektdósir EKKI í boði í ár undir jólatrénu eins og síðustu ár.“

Færslan hefur vakið mikla athygli og taka fjölmargir undir með konunni.

„Ég kenndi bragðlaukunum mínum um þetta. Þetta er ekki ætt,“ segir einn.

„Sammála. Þetta er algjörlega breytt vara og ekkert hjá því sem hún áður var,“ segir annar.

Einn meðlimur hópsins segir að það sé eitt jákvætt við þetta: „Hellings sparnaður,“ á meðan önnur segir: „Maður fitnar ekki af því þetta árið.“

Er það orðið woke?

Aðrir eru ekki sammála og segja bragðið það sama þó umbúðirnar séu breyttar.

„Alveg jafn gott. Fyrir utan umbúðirnar,“ segir einn hópmeðlimur.

„Mér finnst þetta alveg jafn gott, missi mig alltaf þegar ég kemst í dolluna, umbúðirnar eru ekki fallegar, skil ekki af hverju umbúðirnar skiptir svona miklu máli hjá fólki,“ segir annar.

Einn spyr hreinlega hvort sælgætið sé orðið „woke.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir tilboðsstríð í Hollywood vegna kynlífsmyndbanda Diddy

Segir tilboðsstríð í Hollywood vegna kynlífsmyndbanda Diddy
Fókus
Fyrir 4 dögum

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu hötuðustu sjónvarpsþáttapersónurnar

Tíu hötuðustu sjónvarpsþáttapersónurnar