Íbúðin er aðeins laus yfir jólahátíðina, frá 16. desember til 3. janúar. Leiguverð yfir þann tíma er 600 þúsund krónur. Íbúðin er leigð með öllum húsgögnum og húsbúnaði. Hún er fjögurra herbergja, þar af þrjú svefnherbergi.
Sumum gæti þótt verðmiðinn hár en við nánari eftirgrennslan virðist Ómar vera að rukka minna en aðrar svipaðar íbúðir yfir sama tímabil.
Á AirBnB má finna fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu til leigu. Ef tveir fullorðnir með tvö börn hyggjast leigja 110 fermetra íbúð í Kópavogi þá kostar það 1,2 milljónir krónur, fyrir átján nætur.
Stærri eign í Reykjavík, með fjórum svefnherbergjum, er á 1,7 milljónir krónur fyrir átján nætur.
Það er því greinilegt að það er ekki fyrir hvern sem er að heimsækja Ísland yfir jólatímann.