fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fókus

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. desember 2024 09:25

Ómar R. Valdimarsson leitar að leiganda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður, er að leita að leigjanda yfir jólahátíðina í íbúð hans í Laufási í Garðabæ. Hann auglýsir íbúðina til leigu bæði á markaðstorgi Facebook og leigusíðunni Igloo.

Íbúðin er aðeins laus yfir jólahátíðina, frá 16. desember til 3. janúar. Leiguverð yfir þann tíma er 600 þúsund krónur. Íbúðin er leigð með öllum húsgögnum og húsbúnaði. Hún er fjögurra herbergja, þar af þrjú svefnherbergi.

Myndir af eigninni.
Myndir af eigninni.
Myndir af eigninni.

Sumum gæti þótt verðmiðinn hár en við nánari eftirgrennslan virðist Ómar vera að rukka minna en aðrar svipaðar íbúðir yfir sama tímabil.

Á AirBnB má finna fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu til leigu. Ef tveir fullorðnir með tvö börn hyggjast leigja 110 fermetra íbúð í Kópavogi þá kostar það 1,2 milljónir krónur, fyrir átján nætur.

Stærri eign í Reykjavík, með fjórum svefnherbergjum, er á 1,7 milljónir krónur fyrir átján nætur.

Það er því greinilegt að það er ekki fyrir hvern sem er að heimsækja Ísland yfir jólatímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við jólakynlífstrendi – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus

Læknir varar við jólakynlífstrendi – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oscar Pistorius kominn með nýja kærustu – „Er hún rugluð?“

Oscar Pistorius kominn með nýja kærustu – „Er hún rugluð?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ekkert ves í des og ástríðufullt spjall í kynlífstækjaverslun

Vikan á Instagram – Ekkert ves í des og ástríðufullt spjall í kynlífstækjaverslun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“