fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fókus

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Fókus
Fimmtudaginn 19. desember 2024 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í vikunni þegar greint var frá því að karlmaður hefði smitast af klamýdíu eftir að hafa farið í ræktina. DV sagði frá málinu sem átti rætur að rekja til frásagnar á TikTok en maðurinn leitaði til læknis vegna minniháttar sýkingar í augnloki.

Rannsókn leiddi í ljós að hann var með klamýdíu. En þar sem maðurinn hafði ekki stundað kynlíf með neinum spurði læknirinn hvort hann stundaði oft líkamsrækt og því svaraði maðurinn játandi.

„Það er líklegt að einhver hafi svitnað á sætið sem þú settir handklæðið þitt á. Þú þurrkaðir svo andlitið á þér með því og fékkst augnsýkingu,“ segir maðurinn að læknirinn hafi sagt við sig og hafi þar vísað til ferða hans í líkamsræktarstöð.

Sjá einnig: Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Margir ráku upp stór augu eftir þessa frásögn enda leggja margir það í vana sinn að fara í ræktina. Sumir fara gætilega og sótthreinsa líkamsræktartæki fyrir og eftir notkun en flestir eru kærulausari eins og gengur og gerist. Vildu einhverjir meina að þetta geti gerst þegar konur fara nærbuxnalausar í ræktina.

Ástralski fréttamiðillinn News.com.au spurði Zac Turner, virtan lækni í Sydney, út í málið og hvort það væri raunverulega þannig að maður gæti smitast af klamýdíu í ræktinni.

„Stutta svarið er nei,“ segir hann og bendir á að ólíkt til dæmis stafýlókokkum sé bakterían sem veldur klamýdíu ekki mjög lífseig utan líkamans. „Hún lifir ekki sínu besta lífi á líkamsræktarbekkjum, handlóðum eða skíðavélum,“ segir hann.

Bendir hann á að til að smitast af klamýdíu þurfi helst að vera bein líkamleg snerting slímhúðar við aðra slímhúð og það gerist vanalega aðeins við kynferðismök.  Þannig að nema þú sért of einlægur við tækin (efni í aðra umræðu) þá ættirðu að vera örugg/ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við jólakynlífstrendi – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus

Læknir varar við jólakynlífstrendi – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oscar Pistorius kominn með nýja kærustu – „Er hún rugluð?“

Oscar Pistorius kominn með nýja kærustu – „Er hún rugluð?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ekkert ves í des og ástríðufullt spjall í kynlífstækjaverslun

Vikan á Instagram – Ekkert ves í des og ástríðufullt spjall í kynlífstækjaverslun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“