fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
433Sport

Þjóðin fær ekki nýjan landsliðsþjálfara í jólagjöf

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 08:25

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ snemma á þessu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir leit að nýjum þjálfara íslenska karlalandsliðsins ganga vel. Það sé hins vegar ólíklegt að hann verði ráðinn fyrir jól.

Age Hareide hætti sem landsliðsþjálfari nýlega og síðan hefur leit að nýjum manni staðið yfir. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur verið sterklega orðaður við stöðuna. Þá hefur Freyr Alexandersson, sem nú er án starfs eftir að hafa verið sagt upp hjá Kortrijk, einnig verið nefndur til sögunnar.

„Við erum kom­in á góðan stað í dag en mér finnst ólík­legt að við fáum nýj­an þjálf­ara í jóla­gjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára inn­an­húss, um það hvernig við sjá­um þetta fyr­ir okk­ur og hvernig mann­eskju við erum að leita að. Ég geri fast­lega ráð fyr­ir því að lín­ur verði farn­ar að skýr­ast eft­ir tvær til þrjár vik­ur,“ segir Þorvaldur við mbl.is.

„Það hafa mörg nöfn verið nefnd til sög­unn­ar í fjöl­miðlum en það hef­ur eng­inn verið boðaður í viðtal enn sem komið er. Við höf­um rætt við fólk í kring­um okk­ur og inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar og svo kem­ur að þeim tíma­punkti að við för­um í það að ræða beint við mögu­lega þjálf­ara.

Við mun­um ræða við þrjá til fjóra þjálf­ara og mynda okk­ur svo skoðanir út frá þeim viðtöl­um. Eins og ég kom inn á áðan væri frá­bært ef næsti landsliðsþjálf­ari yrði Íslend­ing­ur en stund­um er það ein­fald­lega ekki hægt,“ segir Þorvaldur, sem vill helst ráða innlendan þjálfara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hlaut hrottalega áverka á andliti í kvöld – Mynd ekki fyrir viðkvæma

Hlaut hrottalega áverka á andliti í kvöld – Mynd ekki fyrir viðkvæma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Choupo-Mouting skrifar undir í Bandaríkjunum

Choupo-Mouting skrifar undir í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tómas Bent genginn í raðir Vals

Tómas Bent genginn í raðir Vals
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“
433Sport
Í gær

Freyr tjáir sig eftir brottreksturinn – „Ég vissi hvað ég var að koma mér út í“

Freyr tjáir sig eftir brottreksturinn – „Ég vissi hvað ég var að koma mér út í“
433Sport
Í gær

Virt blað segir þetta ýta undir möguleikann á að Rashford fari afar óvænt til Manchester City

Virt blað segir þetta ýta undir möguleikann á að Rashford fari afar óvænt til Manchester City