Að sögn lögreglu var gerandi handtekinn skammt frá vettvangi og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Alls gista tveir í fangaklefa og eru 56 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun.
Tvö þjófnaðarmál í verslunum komu til kasta lögreglu og voru bæði málin leyst á vettvangi. Þá var einn ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann látinn laus eftir hefðbundið ferli.