Kieran Tierney byrjaði óvænt sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í næstum 600 daga í 3-2 sigri á Crystal Palace í 8-liða úrslitum deildabikarsins í gær.
Tierney var á láni hjá Real Sociedad á síðustu leiktíð og er hann ekki í náðinni hjá Mikel Arteta, auk þess sem hann hefur átt erfitt vegna meiðsla.
Hann fór einmitt meiddur af velli þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks í gær.
Eftir leik greindi David Ornstein, blaðamaður The Ahtletic, svo frá því að Arsenal hafi ákveðið að virkja ekki ákvæði í samningi Tierney um að framlengja samning hans út næstu leiktíð.
Það er því ljóst að hann fer í síðasta lagi þegar samningur hans rennur út næsta sumar, en hann gæti einnig farið í janúar.
Celtic, sem seldi Tierney til Arsenal árið 2019, er sagt hafa mikinn áhuga á að fá hann til baka.
🚨 EXCL: Kieran Tierney to leave Arsenal in summer at latest after club decided against using option to extend contract. #AFC deal ends June & date to add 1y gone. 27yo can pre-agree with non-English clubs (or possibly go permanently) in Jan @TheAthleticFC https://t.co/nycJxvN22S
— David Ornstein (@David_Ornstein) December 18, 2024