Gianluigi Donnarumma, markvörður Paris Saint-Germain, þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik gegn Monaco í kvöld eftir að hafa hlotið slæm meiðsli eftir að hann fékk takka leikmanns andstæðingsins í höfuðið.
PSG vann leikinn 2-4 en á 22. mínútu fékk Donnarumma takka Wilfried Singo í andlitið eftir baráttu þeirra um boltann.
How Donnarumma got the injury 💀💀💀 pic.twitter.com/1oVRATsOLP
— UTD_Temple (@mgefechukwu) December 18, 2024
Singo var á gulu spjaldi en VAR skoðaði atvikið og hlaut hann ekki annað spjald fyrir það.
Blaðamaður í Frakklandi birti mynd af Donnarumma eftir leik og má segja að hún sé vægast sagt óhugnanleg.
Hér að neðan er myndin.