Liverpool vann Southampton í leik sem var að ljúka í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.
Darwin Nunez og Harvey Elliot sáu til þess að gestirnir frá Bítlaborginni leiddu 0-2 í hálfleik en eftir um klukkutíma setti Cameron Archer spennu í leikinn með því að minnka muninn. Nær komust heimamenn þó ekki.
Newcastle vann þá þægilegan 3-1 sigur á Brentford. Liðið komst í 3-0 sigur með tveimur mörkum frá Sandro Tonali og einu frá Fabian Schar. Yoane Wissa minnkaði muninn fyrir gestina í blálokin.
Arsenal, Newcastle og Liverpool eru þar með komin í undanúrslit, en það kemur í ljós annað kvöld hvort Tottenham eða Manchester United fylgi þeim þangað.