CNN skýrir frá þessu og segir að fjórir menn hafi skotið á bíl, sem hjónin voru í, í bænum Angamacutiro.
Gloria lést á vettvangi en Rafael lést skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahús.
Börnin þeirra voru ekki með í för, þau voru í pössun hjá ættingjum í bænum.
Talið er hugsanlegt að þau hafi verið myrt vegna þess að mágur Rafael er embættismaður en hann tók við embættinu eftir að forvera hans var rænt og hann skotinn til bana í lok október.
Bróðir Rafael segir að Gloria og Rafael hafi verið í bíl mágsins þegar þau voru drepin.