Í nýlegu viðtali við Time Magazine sagði Trump að hann telji það snjallt að enginn viti með vissu hvað hann hefur í hyggju að gera varðandi stríðið í Úkraínu. „Um leið og ég skýri frá áætluninni, þá verður hún næstum gagnslaus,“ sagði hann.
En þetta skapar óvissu fyrir Úkraínumenn sem verða að bíða eftir að Trump taki við völdum þann 20. janúar næstkomandi.
Af þeim sökum reynir úkraínska ríkisstjórnin nú að undirbúa sig undir það sem er sagt vera versta hugsanlega sviðsmyndin – að verjast innrás Rússa án nokkurrar aðstoðar frá Bandaríkjunum.
„Ég held að við séu með nóg peningum, vopnum, flugskeytum og fallbyssukúlum til að berjast að minnsta kosti fyrri helming ársins 2025,“ sagði Serhii Marchenko, fjármálaráðherra Úkraínu, í samtali við El Pais.
Hann sagði einnig að Úkraínumenn þurfi að nýta tímann fram að valdatöku Trump mjög skynsamlega og halda samningaviðræðum áfram við lykilstuðningsaðila sína í Bandaríkjunum.
Eitt af því sem gerir að verkum að Úkraínumenn geta varist að minnsta kosti fyrri helming næsta árs, er það sem Biden hefur gert að undanförnu. Hann hefur bætt vel í hernaðaraðstoðina við Úkraínu og það einfaldlega af því að óvissutímar eru fram undan eftir valdatöku Trump.