fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Einar foxillur út í Kvikmyndasjóð út af leti ráðgjafa – „Hvorugur er reyndar þekktur af merkilegum framlögum á sviði kvikmynda“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. desember 2024 19:00

Einar Kárason nefnir að bókin sé stutt og í litlu broti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur, er reiður vegna höfnunar á umsókn leikstjórans Friðriks Þórs Friðrikssonar til Kvikmyndasjóðs Íslands. Sótt var um styrk til að gera kvikmynd eftir stuttri bók Einars. Í umsögnum taka báðir ráðgjafar fram að þeir hafi ekki lesið bókina.

„Andverðleikasamfélag“. Þannig hefst færsla Einars Kárasonar á samfélagsmiðlum í dag. Ljóst er að hann er mjög hneykslaður á vinnubrögðum Kvikmyndasjóðs Íslands.

„Friðrik Þór Friðriksson, sem marga fjöru hefur sopið við gerð kvikmynda, og með góðum árangri hvernig sem á það er litið, sótti um lágan og hóflegan styrk til að gert yrði handrit upp úr einni af mínum nýrri bókum,“ segir Einar.

Nefnir hann að hugmyndin að þessu verkefni hafi komið erlendis frá. Það er frá kvikmyndaframleiðanda í nágrannalandi sem hafi lesið bókina í þýðingu og talið hana upplagðar til kvikmyndunar.

Ráðgjafar ekki þekktir af merkilegum framlögum

Í framhaldi var sendi umsókn til Kvikmyndasjóðs Íslands um styrk til þess að gera handrit byggt á sögunni. Með umsókninni fylgdi lausleg endursögn á sögunni og mjög frumstæð fyrstu drög að handriti.

„Tveir opinberir „ráðgjafar“ hafa nú vegið og metið umsóknina, og báðir hafnað henni,“ segir Einar. „Hvorugur er reyndar þekktur af merkilegum framlögum á sviði kvikmynda, en það sem mesta athygli vekur er að báðir taka þeir fram (kirfilega!) í sínum umsögnum að þeir hafi ekki lesið bókina. Bókina sem sótt var um að gera handrit uppúr!“

Tveggja tíma verk

Bendir Einar á að bókin sé stutt, aðeins 120 blaðsíður í litlu broti. Því ætti það ekki að vera tímafrekt verkefni að lesa hana.

„Báðir fá „ráðgjafarnir“ væna greiðslu fyrir að meta umsóknina, en hvorugur nennir samt, en eiginlega hælir sér samt sér af, að hafa ekki tímt að spandera svona tveimur tímum í að renna í gegnum textann sem væntanlegt handrit á að byggjast á!“ segir Einar. „„Andverðaleikasamfélag“ er eina orðið sem kemur manni í hug um svona vinnubrögð frá opinberri menningarstofnun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Safna undirskriftum gegn framkvæmdunum í Breiðholti

Safna undirskriftum gegn framkvæmdunum í Breiðholti
Fréttir
Í gær

Gauti segir Íslendinga þriðja flokks borgara á Keflavíkurflugvelli – „Túristarnir hafa hundrað prósent forgang“

Gauti segir Íslendinga þriðja flokks borgara á Keflavíkurflugvelli – „Túristarnir hafa hundrað prósent forgang“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfall erlendra fanga aldrei verið hærra hér á landi

Hlutfall erlendra fanga aldrei verið hærra hér á landi