fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fréttir

Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. desember 2024 21:00

Ómar Smári og Ólafur takast á.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart er tekist á um fyrirhugaða framkvæmd Carbfix við Vallahverfið í Hafnarfirði, Coda Terminal. Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir það rangt að eitri verði dælt niður í berglögin. Ómar Smári Ármannsson lögreglumaður segir niðurdælinguna auka líkur á jarðskjálftum og að ógjörningur sé að hreinsa efnið fyrir niðurdælingu.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að íbúakosning fari fram um verkefnið að því gefnu að samningar náist um innviðagjöld og að niðurstöður Skipulagsstofnunar og umhverfismat verði jákvæð.

Óhætt er að segja að spenna sé í loftinu í Hafnarfirði í ljósi þess að íbúar í Ölfusi höfnuðu nýlega leyfi þýska iðnaðarrisans Heidelberg að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn.

Eins og í gróðurhúsum og gosdrykkjum

Í grein í Fjarðarfréttum í gær segir Ólafur það rangt sem haldið hafi verið fram að ætlunin sé að dæla niður „sorpi“ eða „eitri.“ Efnið sem flutt verði inn sé hreinsaður útblástur, nær alveg hreint koldíoxíð líkt því sem þegar er verið að flytja inn og er geymt á iðnaðarsvæðinu við Vellina og svo selt áfram til ýmissa nota hér land. Efni sem er dælt inn í gróðurhús til að auka vöxt grænmetis eða í gosdrykki eða slökkvitæki.

Sjá einnig:

Hafnfirðingar muni fá að kjósa um Coda Terminal

„Snefilefnin eru þau sömu og er þegar leyft að losa í andrúmsloftið. Nærtækast er að hugsa sér útblásturinn frá álverinu í Straumsvík, fyrir honum eru leyfi og hann má losa því magnið er innan löglegra marka,“ segir Ólafur. „Það sem flutt verður inn er hreinsaður slíkur straumur frá iðnaði. Hreinni en það sem þegar er leyft að losa út í andrúmsloftið.“

Styðja rannsóknir og vöktun

Vísar hann í álit heilbrigðiseftirlitsins í umdæminu þar sem sagði að ekki væri talin mikil hætta á að snefilefni í koldíoxíðinu hefðu áhrif á strandsjávarhlotið, hann væri það lágur og áhrif á grunnvatn því í flestum tilfellum hverfandi. Nefnt er að mikilvægt sé að framkvæma rannsóknir og vöktun og undir það taki Carbfix.

„Carbfix hefur þegar dælt niður koldíoxíði og brennisteinsvetni í yfir áratug á Hellisheiði án vandkvæða og aukið loftgæði á svæðinu,“ segir Ólafur. „Öll verkefni hafa kosti og galla, Coda Terminal þar á meðal. En að kalla efnið sem er flutt inn sorp eða eitur, eða gera því skóna að aðferðin sé ekki sönnuð eða vottuð, er síst hjálplegt fyrir umræðu um tækifæri sem Hafnfirðingar geta valið eða hafnað.“

130 sorpefnaskip á ári

Þessu svaraði Ómar Smári sama dag í Fjarðarfréttum, en hann hafði áður skrifað grein gegn framkvæmdinni í sama miðli. Segir hann vel réttlætanlegt að nefna aðdrættina sorp þar sem um afgangsafurð fyrirtækjareksturs sé að ræða. Einnig að aðferðin sé hvorki sönnuð né vottuð nema af fyrirtækinu sjálfu.

„Hugmynd Carbfix er að dæla menguðu koltvíoxíði undir íbúabyggð í Hafnarfirði. Félagið vill koma á geymslu og kolefnismóttöku við Vallarhverfið í Hafnarfirði og áformar að taka þar á móti koltvíoxíði til niðurdælingar og hefur fólk skiljanlega talsverðar áhyggjur af þeirri fyrirhugðu starfsemi,“ segir Ómar Smári. „Ekki er hægt að fullyrða að efnið sé ómengað og allt eins líklegt að svo sé ekki. Efnið kemur frá blönduðum iðnaði eins og áliðnaði og stálbræðslum og getur innihaldið ýmis snefilefni. Gert er ráð fyrir að 130 sorpefnaskip sigli um Faxaflóa á ári hverju.“

Vísar hann í orð Guðmundar Helga Víglundssonar véltæknifræðings um að efnið sem dæla eigi niður á Völlunum sé gjörólíkt því sem dælt sé niður á Hellisheiði. Ógjörningur sé að hreinsa það og mengandi efni fari ofan í jarðveginn. Þetta sé mjög mikið inngrip í náttúruna sem allt of lítil umræða hafi farið fram um. Mikilvægt sé að íbúar kynni sér vel um hvað sé að ræða.

Hætta af jarðskjálftum

Nefnir hann einnig hættuna af jarðskjálftum.

„Þá sé ljóst að miklar jarðsprungur séu á Reykjanesskaga og aðliggjandi svæðum líkt og staðfest hefur verið í kjölfar eldgosanna á vestanverðum skaganum og niðurdælingarinnar geti haft þar áhrif enda hefur niðurdæling á Hellisheiði til að mynda valdið jarðskjálftum í Hveragerði og íbúarnir þar hafa þegar orðið fyrir talsverðum óþægindum,“ segir hann. „Guðmundur segir að staðan sé einfaldlega sú að nú sé yfirstandandi jarðeldatímabil á Reykjanesi sem auki hættuna á að eitthvað geti farið úrskeiðis með ófyrirséðum afleiðingum.“

Sjá einnig:

Garðabær hefur áhyggjur af áhrifum Coda Terminal á vatnsból

Mengun af þessum efnum gæti farið út í grunnvatn og yfirborð þess hækkað um allt að 40 sentimetra. Það sé óafturkræft ef slík eiturefni komist í grunnvatnslindir, neysluvatn Hafnfirðinga og fleiri.

„Hraunin umleikis Hafnarfjörð eru verðmætari en svo að þeim beri að raska í þágu skammtímasjónarmiða,“ segir Ómar Smari. „Reyndar hafa kjörnir bæjarfulltrúar verið allt of værukærir þegar kemur að verndun og varðveislu umhverfisins er raunverulega skiptir bæjarbúa mestu máli. Íbúar í Hafnarfirði þurfa að vera mjög vel meðvitaðir þegar hagsmunir þeirra eru annars vegar – til lengri framtíðar litið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur allt annað en sáttur: „Annað eins vanhæfi hefur ekki sést“ – „Gjörsamlega grátbroslegt“

Vilhjálmur allt annað en sáttur: „Annað eins vanhæfi hefur ekki sést“ – „Gjörsamlega grátbroslegt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pútín niðurlægður
Fréttir
Í gær

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”
Fréttir
Í gær

Dómur gegn leigubílstjóra sem braut gegn framhaldsskólastúlku mildaður verulega

Dómur gegn leigubílstjóra sem braut gegn framhaldsskólastúlku mildaður verulega