fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Eyjan

Segir að svona verði ráðherraskipan Valkyrjustjórnarinnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2024 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valkyrjurnar þrjár, formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, ráða enn ráðum sínum hvað varðar myndun nýrrar ríkisstjórnar og hverjir munu setjast í ráðherrastóla.

Andrés Jónsson almannatengill og eigandi Góðra samskipta birtir lista yfir hvernig hans fólk telur líklega liðsskipan Valkyrjustjórnarinnar verða. Einnig er farið yfir líklega formenn þingflokka, formenn fastanefnda, aðstoðarmenn ráðherra, framkvæmdastjóra ríkisstjórnarflokkanna, framkvæmdastjóra þingflokka ríkisstjórnarflokkanna, og stjórnarformenn ýmissa stofnana og ríkisfyrirtækja.

„Áhugavert að velta því upp hver séu líkleg sem ráðherrar og hvernig ráðuneytin muni skiptast niður á flokka. Einnig hver verði formenn nefnda, hver verði aðstoðarmenn ráðherra og hver taki að sér forystuhlutverk í stjórnum stofnana og ríkisfyrirtækja fyrir hönd flokkanna þriggja,“ segir Andrés.

„Við settumst niður með nýju dótturfyrirtæki okkar, ráðningarstofunni Góðu fólki sem er sérhæft í að afla upplýsinga um hæft fólk og spurðumst fyrir um ráðherraefni, þingmenn og ráðgjafa innan Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og könnuðum hvað af þessu fólki njóti trausts á meðal formannanna þriggja.

Alls mátuðu Góð samskipti og Gott fólk yfir 50 manns við pólitískt skipuð hlutverk og störf í Valkyrjustjórninni.“

Svona lítur þeirra upplýsta ágiskun út:

Skipulag stjórnarráðsins (11 ráðuneyti, fækkun um 1)

Forsætisráðuneytið — S

Utanríkisráðuneytið — C

Félagsmálaráðuneytið — F

Fjármálaráðuneytið — C

Heilbrigðisráðuneytið — S

Innviðaráðuneytið — S

Atvinnuvegaráðuneytið — F

Dómsmálaráðuneytið — C

Barna og menntamálaráðuneytið — F

Nýsköpunar-, menningar-, iðnaðar og viðskiptaráðuneytið — C

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið — S

Forseti Alþingis — S

Andrés útlistar valið frekar og segir margar leiðir hafa verið mátaðar. „Samfylkingin er með rúm 21% en Viðreisn með tæp 16% og Flokkur fólksins með tæp 14%. Það ætti að þýða nokkuð jafna skiptingu en með því að Samfylkingin fái forsætisráðherrann og forseta Alþingis þá er flokkurinn að fá aðeins til viðbótar þó svo að ráðherratala Samfylkingar og Viðreisn verði jöfn. Flokkarnir fá báðir svo einn fleiri ráðherra en Flokkur fólksins. Sé forseti Alþingis flokkaður sem ráðherraígildi þá er skiptingin á milli flokkanna nokkurn veginn í takti við fylgistölurnar eða 5,4,3. Við gerum ráð fyrir fækkun um einungis eitt ráðuneyti auk þess sem nokkrir málaflokkar færast á milli annarra ráðuneyta.“

Svona skiptast ráðherrastólarnir samkvæmt spá Andrésar og félaga

Samkvæmt ofangreindri spá verður ráðherraskipan svona, sem Andrés færir ítarlegt rök fyrir:

Ráðherrar og forseti Alþingis S5/C4/F3

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra

Inga Sæland, barna- og menntamálaráðherra

Logi Einarsson, innviðaráðherra

Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra

Ragnar Þór Ingólfsson, félagsmálaráðherra

Alma Möller, heilbrigðisráðherra

Hanna Katrín Friðriksson, nýsköpunar-, menningar-, iðnaðar og viðskiptaráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, atvinnuvegaráðherra

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis

Einnig er farið yfir líklega formenn þingflokka, formenn fastanefnda, aðstoðarmenn ráðherra, framkvæmdastjóra ríkisstjórnarflokkanna, framkvæmdastjóra þingflokka ríkisstjórnarflokkanna, og stjórnarformenn ýmissa stofnana og ríkisfyrirtækja.

Formenn þingflokka

Guðmundur Ari Sigurjónsson, Samfylkingin
Sigmar Guðmundsson, Viðreisn
Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins

Fastanefndir Alþingis

Formaður fjárlaganefndar: Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins

Formaður allsherjar- og menntamálanefndar: Jón Gnarr, Viðreisn

Formaður atvinnuveganefndar: Sigurjón Þórðarson, Flokkur fólksins

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar: Pawel Bartoszek, Viðreisn

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar: Áslaug A Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar: Ragna Sigurðardóttir, Samfylkingin

Formaður utanríkismálanefndar: Kristján Þórður Snæbjarnarson, Samfylkingin

Formaður velferðarnefndar: Víðir Reynisson, Samfylkingin

Aðstoðarmenn ráðherra

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra
Ólafur Kjaran Árnason
Elín Hrefna Ólafsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra
Ingileif Friðriksdóttir
Auðbjörg Ólafsdóttir

Inga Sæland, barna- og menntamálaráðherra
Sigurjón Arnórsson
Helga Þórðardóttir

Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra
Guðmundur Gunnarsson
Gunnar Haraldsson

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
Aldís Mjöll Geirsdóttir
Jóna Þórey Pétursdóttir

Ragnar Þór Ingólfsson, félagsmálaráðherra
Viðar Ingason
Birgir Jóhann Birgisson

Alma Möller, heilbrigðisráðherra
Kjartan Hreinn Njálsson
Gauti Skúlason

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra
Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir
Kristín Gunnarsdóttir

Hanna Katrín Friðriksson, nýsköpunar-, menningar-, iðnaðar og viðskiptaráðherra
Kolfinna Tómasdóttir
Bjarni Halldór Janusson

Logi Einarsson, innviðaráðherra
Freyja Steingrímsdóttir
Tómas Guðjónsson

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, atvinnuvegaráðherra
Jónas Yngvi Ásgrímsson
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir

Framkvæmdastjórar ríkisstjórnarflokkanna

Jónas Már Torfason, Samfylkingin
Svanborg Sigmarsdóttir, Viðreisn
Björn Þorláksson, Flokkur fólksins

Framkvæmdastjórar þingflokka ríkisstjórnarflokkanna

Sigrún Einarsdóttir, Samfylkingin
Stefanía (Stella) Sigurðardóttir, Viðreisn
Hreiðar Ingi Eðvarðsson, Flokkur fólksins

Stjórnarformenn ýmissa stofnana og ríkisfyrirtækja

Bankaráðsformaður Seðlabankans: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Stjórnarformaður Landsvirkjunnar: Aðalsteinn Leifsson

Stjórnarformaður Isavia: Friðjón Einarsson

Stjórnarformaður HMS: Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Stjórnarformaður Íslandspósts: Thomas Möller

Stjórnarformaður RÚV: Nanný Arna Guðmundsdóttir

Stjórnaformaður Landsnets: Friðrik Sigurðsson

Formaður Landskjörsstjórnar: Magnús Norðdahl

Stjórnarformaður Tryggingastofnunar: Björn Kristján Arnarson

Stjórnarformaður Vinnumálastofnunar: Lilja Rafney Magnúsdóttir

Stjórnarformaður Landspítalans: Anna Sigrún Baldursdóttir

Stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands: Bergur Ebbi Benediktsson

Stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Stjórnarformaður Mannréttindastofnunar: Sæunn Gísladóttir

Stjórnarformaður Byggðastofnunar: Kristján Möller

Stjórnarformaður Rarik: Margrét Kristmannsdóttir

Ítarlega greiningu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi