Þrír lögreglumenn enduðu á spítala í kjölfar þess að knattspyrnubulla í Kólumbíu skaut að þeim flugeldum á leik á dögunum.
Um var að ræða leik Atletico National og America de Cali í úrslitaleik bikarsins. Atvikið átti sér stað í kjölfar þess að stuðningsmenn reyndu að ráðast inn á völlinn. Maðurinn sem um ræðir beindi flugeldum að lögreglumönnum og þrumaði á þá.
Þetta gerðist á 84. mínútu leiksins. Var þetta seinni leikur liðanna og staðan 0-0. Atletico hafði unnið fyrri leikinn og hlaut því bikarinn.
Rannsókn stendur yfir til að finna þá sem áttu í hlut.