Hjónin, Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins Icelandair, og Björk Unnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, keyptu nýlega 269,3 fm einbýlishús í Grafarvogi.
Smartland greindi fyrst frá, en húsið sem er við götuna Brúnastaði var ekki auglýst til sölu. Hjónin fengu húsið afhent 1. september og greiddu 275 milljónir fyrir húsið.
Húsið var byggt árið 1999, og er innst í botnlanga með náttúruna og fallegt útsýni fyrir framan.
Hjónin fluttu ekki langt innan Grafarvogs en áður bjuggu þau við Dalhús og seldu það á 175 milljón krónur.