fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Eru matvöruverslanir að eiga verðsamráð í gegnum fjölmiðla? – Samkeppniseftirlitið varar fyrirtæki við

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið gerir athugasemd við umræðu um fyrirhugaðar verðhækkanir á matvælum og raforku. Fyrirsvarsmenn fyrirtækja hafi undanfarið stigið fram í opinberri umræðu og boðað verðhækkanir samhliða því að færa rök fyrir þeim verðhækkunum sem þegar hafa átt sér stað. Að mati Samkeppniseftirlitsins er þessi umræða farin að jaðra við verðsamráð. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu eftirlitsins sem birtist í dag.

„Af þessu tilefni er rétt að minna á að samkeppnislög banna hvers konar samráð milli fyrirtækja sem hefur það að markmiði eða af því leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni eða hún takmörkuð. Það getur til dæmis talist til ólögmæts samráðs ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, þ.á m. í opinberri umræðu, t.d. fjölmiðlum.

Til þess að samkeppni þrífist þurfa fyrirtæki að búa við ákveðna óvissu um það hvernig keppinautarnir hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum hverju sinni, s.s. verðhækkunum frá birgjum. Í samkeppnisumhverfi leita fyrirtæki mismunandi leiða til að bjóða vörur eða þjónustu á sem hagstæðustu verði, s.s. að hagræða í rekstri, leita betri kjara hjá öðrum birgjum eða draga úr arðgreiðslum. Búi fyrirtæki hins vegar yfir vitneskju um viðbrögð keppinautanna dregur úr hvötum þeirra til að keppa og halda verði niðri.“

Samkeppnislög banni af þessum sökum hvers konar samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir bannið falli til dæmis upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur fyrir hækkunum. Háttsemi af þessu tagi sé sérstaklega skaðleg á fákeppnismarkaði.

„Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum.“

Fyrirsvarsmenn nokkurra stærstu matvöruverslana landsins, Krónunnar, Bónus og Prís hafa undanfarið varað við því að matarverð muni taka töluverðum hækkunum um áramótin og eins hefur

Samkeppniseftirlitið brýnir því fyrir fyrirtækjum og hagsmunasamtökum þeirra að hafa nokkur atriði í huga, svo sem að láta keppinauta ekki vita um fyrirhugaðar eða líklegar verðhækkanir. Þeim sé það ekki heimilt hvort sem upplýsingagjöfin eigi sér stað milliliðalaust eða í gegnum hagsmunasamtök og opinbera umræðu. Hagsmunasamtök þurfi að fara gætilega þegar komi að umræðu og fræðslu sem geti haft áhrif á markaðshegðun félagsmanna. Öll þátttaka í umræðu um verð og verðlagningu sé sérstaklega varhugaverð og ætti bara ekki að eiga sér stað nema gætt sé að lögum.

Eins er bent á að hækkanir á aðfangaverði eigi ekki sjálfkrafa að leiða til hækkunar á verði til neytenda. Samkeppnislög geri ráð fyrir að hvert og eitt fyrirtæki geri eigin ráðstafanir og taki sjálfstæðar ákvarðanir til að bregðast við slíkum áskorunum, á sínum eigin rekstrarlegu forsendum og án samráðs við keppninauta eða hvatningar frá hagsmunasamtökum.

Fyrirsvarsmenn nokkurra stærstu matvöruverslana landsins, Krónunnar, Bónus og Prís hafa undanfarið varað við því að matarverð muni taka töluverðum hækkunum um áramótin. Samtök verslunar og þjónustu hafa sömuleiðis boðað verðhækkanir á matvælum og raforku.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur gagnrýnt umræðu um væntanlegar verðhækkanir. Slíkt jafngildi verðlagssamráði. „Við þurfum á Íslandi að efla samkeppni til þess að ekki sé komist upp með það að tilkynna bara nýtt verð. Þetta er eins og í gamla daga þegar það var verðlagsráð og það tilkynnti verðið á morgun,“ sagði Breki í samtali við mbl.is. Hann sagði í samtali við RÚV að það séu skrýtnar aðstæður þar sem verslanir og milliliðir geti bara pantað verðhækkanir fram í tímann, hótað hækkunum og svo skilað þeim að fullu til neytenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín niðurlægður

Pútín niðurlægður
Fréttir
Í gær

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims
Fréttir
Í gær

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári