Manchester City hefur sent inn kvörtun til breska ríkisúrvarpsins, BBC, vegna óstöðugleika í umfjöllun um liðið. Daily Mail fjallar um málið.
City var virkilega ósátt við það að BBC hafi ekki sent mann á fréttamannafund Pep Guardiola fyrir leikinn gegn Manchester United um síðustu helgi.
BBC í Manchester útvarpar útsendingum frá leikjum City og er yfirleitt með sama manninn í því hlutverki. Sá hefur hins vegar verið upptekinn við annað undanfarið og hinn og þessi því tekið að sér verkið.
City er ósátt við þetta og vill félagið meina að þessi óstöðugleiki hafi áhrif á umfjöllun um liðið. Englandsmeistararnir hafa sett sig í samband við BBC vegna málsins.