fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

SVEIT með aðra yfirlýsingu og sakar Eflingu um Íslandsmet í óhróðri – Virðing þegir þunnu hljóði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér aðra yfirlýsingu í tengslum við baráttu samtakanna við Eflingu. Efling hefur harðlega gagnrýnt SVEIT fyrir að gera kjarasamning við nýtt stéttarfélag, Virðingu, þar sem starfsmenn fá verri kjör en þeir höfðu samkvæmt kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins.

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir nú í yfirlýsingu að Efling sé líklega að slá Íslandsmet í óhróðri í aðför sinni gegn SVEIT og Virðingu.

„Verkalýðsfélagið Efling setti líklega Íslandsmet í óhróðri í gær þegar félagið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem forsvarsmenn þess eru enn við sama heygarðshornið í óheilindum og ósannindum gagnvart SVEIT, Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri. Með útúrsnúningum er samningsvilji kenndur við ágalla, flótta og loks að SVEIT hafi þurft að nauðbeygja. Síðasttalda orðið er líklega í uppáhaldi hjá forsvarsmönnum Eflingar, þar sem þeir virðast ekki vita mun á hávaða eða hljóði, samningsvilja eða kúgun. Það er heldur einkennilegt lífsviðhorf þegar vilji til samtals og endurskoðunar í ljósi gagnrýni til að viðhalda friði á viðkvæmum markaði er talinn til neikvæðra þátta.“

Efling sé að gera það tortryggilegt að SVEIT hafi samið við annað stéttarfélag en Eflingu. Veltir Aðalgeir því fyrir sér hvort eitthvað sé óeðlilegt við að samtök fyrirtækja á veitingamarkaði komi að kjarasamningum fyrir starfsfólk í veitingageiranum.

„Hverjir ættu þá að gera það? Gera flugmenn og flugfreyjur ekki samning við Icelandair og Play? Gerir fiskvinnslufólk ekki samning við fyrirtæki í sjávarútvegi? Hér er starfsfólk í veitingageiranum að gera kjarasamning við veitingahúsin, sína vinnustaði, og það er gert tortryggilegt. Kannski af því að Efling missir spón úr sínum aski?“

Efling sé þar að auki að ljúga því að fyrirtæki séu nú að segja sig úr SVEIT og hafi staðið fyrir ósvífnum vinnustaðaheimsóknum síðustu daga. Þar hafi starfsfólk verið króað af og því hótað ef það væri skráð í Virðingu. Eins hafi fulltrúar Eflingar logið að starfsfólki um kaup þeirra og kjör. Þetta sé ekki það sem starfsfólk þurfi að heyra svona rétt fyrir jólin.

„Eins og þetta sé ekki nóg halda ósannindi Eflingar varðandi úrsagnir úr SVEIT áfram. Frekjulegur póstur Eflingar til aðildarfélaga SVEIT þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi ætlaði ekki örugglega að segja sig úr SVEIT, sem fylgt var eftir með enn ólundarlegri pósti þar sem forsvarsmenn Eflingar sýndu undrun sinni á að viðkomandi aðildarfélagi hefði ekki upplýst um allar sínar gjörðir til óskylds aðila. Efling skellir síðan opinberlega fram alls kyns tölfræði um þann fjölda sem á að hafa sagt sig úr SVEIT eftir hótanir og ofbeldisaðgerðir forsvarsmanna verkalýðsfélagsins, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. Þær eru enda á hendi SVEIT, sem telur enga ástæðu til að afhenda upplýsingar til Eflingar undir hótunum. Það er hins vegar hægt að upplýsa að SVEIT veit betur.

Má svo bæta við ósvífnum vinnustaðaheimsóknum forsvarsmanna Eflingar síðustu daga þar sem ruðst er inn og starfsfólk króað af og því hótað sé það í Virðingu. Við er bætt ósannindum um kaup og kjör, ósannindi um að samningar brjóti lög í landinu og réttarstöðu starfsfólks. Eftir hangir hótun í loftinu sem gerir ekkert nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem á jú að vera hátíð ljóss og friðar. Eina ljósið er yfirheyrsluljós Eflingarmanna sem beint er í augu óbreytts starfsfólks undir hótunum og ósannindum og friðurinn, ja hann er að minnsta kosti ekki að finna í hugum og hjörtum Eflingarmanna.“

Það vekur þó athygli að SVEIT virðist alfarið sjá um að svara fyrir kjarasamninginn við Virðingu. Virðing hefur haft sig lítið frammi í umræðunni. Formaður Virðingar, Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson, hefur ekki stigið fram í umræðunni þótt ærið tilefni sé til slíks í ljósi þess að Efling heldur því fram að Virðing sé gervistéttarfélag sem SVEIT hafi stofnað til að þvinga í gegn kjarasamning þar sem hagsmunir atvinnurekenda í veitingageiranum eru hafðir í hávegum. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Valdimar Leó Friðrikssyni, fyrrverandi þingmanni, sem er framkvæmdastjóri og tengiliður Virðingar. Hann hefur ekki svarað í síma. DV sendi eins fyrirspurn á netfang sem er gefið upp á vefsíðu Virðingar, en engin svör borist.

Sjá einnig: Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín niðurlægður

Pútín niðurlægður
Fréttir
Í gær

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims
Fréttir
Í gær

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári