Í frétt Vísis, þar sem vísað er í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra, kemur fram að lögregla og og sérsveitarmenn hafi tekið þátt í aðgerðinni. Mun maðurinn hafa verið vopnaður hnífi og voru vægari aðgerðir fyrst reyndar til að draga úr ógnandi hegðun mannsins sem báru ekki tilætlaðan árangur. Var hann því yfirbugaður með rafvarnarvopni.
Lögregla hefur haft aðgang að rafvopnum frá því í byrjun september en hingað til hefur ekki þótt vera ástæða til að grípa til þeirra.