Samkvæmt The Times er ekki hægt að útiloka að Marcus Rashford gangi í raðir Manchester City frá nágrönnunum í Manchester United.
Rashford var hafður utan hóps í síðasta leik, í sigrinum gegn City og er sterklega orðaður burt. Sjálfur segist hann til í nýja áskorun.
Samkvæmt Times er Pep Guardiola, stjóri City, mikill aðdáandi Rashford og gæti vel hugsað sér að fá hann yfir til sín frá Old Trafford.
Þá er einnig bent á það í grein blaðsins að City vanti mannskap fram á við í kjölfar þess að Julian Alvarez fór til Atletico Madrid í sumar.
Það er ljóst að það myndi vekja reiði margra stuðningsmanna United ef Rashford færi til United. Sjálfur sagði hann í viðtali í gær að hann yrði alltaf stuðningsmaður liðsins.