Atletico Madrid hefur áhuga á Alejandro Garnacho hjá Manchester United, samkvæmt breska blaðinu The Sun.
Garnacho er orðaður burt frá United þessa dagana eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðasta leik, sigrinum á Manchester City. Það er ekki ljóst hver staða hans er undir stjórn nýja mannsins, Ruben Amorim.
Fari svo að Garnacho yfirgefi United fylgist Atletico, sem er í öðru sæti La Liga með jafnmörg stig og topploð Barcelona, grannt með gangi mála.
Garnacho er tvítugur en hann var einmitt í unglingaliðum Atletico á sínum tíma, áður en hann gekk í raðir United 2020.