Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir hann enn eiga framtíð hjá félaginu.
Rashford var hafður utan hóps í síðasta leik og er sterklega orðaður burt. Sjálfur segist hann til í nýja áskorun.
„Hann hefur rétt fyrir sér, hann þarf nýja áskorun og við höfum hana hér,“ segir Amorim hins vegar.
„United þarf hæfileikaríka leikmenn og hann er það svo sannarlega. Hann þarf bara að standa sig eins og hann getur. Mitt markmið er að ná því besta fram úr honum, koma honum á það stig sem hann hefur áður verið.“