Antonee Robinson, bakvörður Fulham, er eftirsóttur af stórliðunum á Englandi samkvæmt nýjustu fréttum.
Hinn 27 ára gamli Robinson er að eiga fantaflott tímabil með Fulham og gæti það skilað honum félagaskiptum til stórliðs, en samkvæmt Marca hafa Chelsea, Manchester City, Manchester United og Liverpool öll áhuga.
Robinson er þó samningsbundinn Fulham til 2028 svo það er ljóst að hann yrði ekki ódýr.
Robinson er bandarískur landsliðsmaður sem hefur verið hjá Fulham síðan 2020.