Samkvæmt nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands var landsframleiðsla á mann á Íslandi 35 prósent meiri en í Evrópusambandinu árið 2023. Einstaklingsbundin neysla á mann á Íslandi var 19% meiri en innan sambandsins á síðasta ári. Aftur á móti er verðlag á mat og drykk 40 prósent hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu að jafnaði.