Hasarmyndahetjan, vaxtarræktarkempan og fyrrum ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger færir aðdáendum sínum aftur jólin í kvikmyndinni Maðurinn með töskuna (e. Man With The Bag). Í myndinni sem tökur standa nú yfir á bregður hann sér í hlutverk jólasveinsins, en myndin er fjölskyldumynd sem fjallar um leiðina að því að bjarga jólunum eftir að töfrapoka jólasveinsins er stolið.
Myndir frá tökum voru birtar í gær og hafa aðdáendur Schwarzenegger áhyggjur af heilsu hans.
Notandi á X hélt því fram að leikarinn, sem er 77 ára, hefði „elst um 200 ár á 2 mánuðum“ eftir að myndband sýndi Schwarzenegger ganga hægt um á kvikmyndasettinu með alskegg og grátt hár.
„…hann gleymdi líklega hvar hann lagði Terminator tímavélinni sinni,“ sagði annar við myndbandið. „Auðvitað er hann hægari á sér. Lítur út fyrir að vera eldri en Trump. Þetta er galið,“ skrifaði þriðji. „Dögum hans í hasarmyndum er lokið… Hann gengur um stífur eins og hann sé mjög verkjaður.“
🔥🚨DEVELOPING: Arnold Schwarzenegger fans are saying that the actor has ‘aged 200 years in 2 months’ after being spotted in New York surrounded by five bodyguards. pic.twitter.com/E1FyUxu5w5
— Dom Lucre | Breaker of Narratives (@dom_lucre) December 17, 2024
Leikarinn hefur glímt við heilsufarsvandamál. Hann fæddist með hjartagalla og fyrir fjórum árum gekkst hann undir bráðaaðgerð til að skipta um lungnastofnsloku.
Schwarzenegger er hins vegar kampakátur að því er virðist með nýju myndina og lætur vel af samstarfinu við leikstjórann Adam Shankman og mótleikaranum Alan Ritchson í færslu sem hann deildi á Instagram.
„Það er frábært að taka upp The Man with the Bag með @alanritchson,“ skrifaði Schwarzenegger við mynd af þeim, en Ritchson er þekktur fyrir hlutverk sitt sem Reacher í samnefndum sjónvarpsþáttum.
View this post on Instagram
„Leikstjórinn okkar @adamshankman er einn skemmtilegasti leikstjórinn sem ég hef unnið með, New York borg er ótrúlegur gestgjafi, það er ánægjulegt að vinna með @amazonmgmstudios og ég get ekki beðið eftir að deila allri þessari jólagleði með hverjum og einum. einn af ykkur.“
Schwarzenegger lék í fyrstu jólmynd sinni, Jingle All the Way, árið 1996. Þar leikur hann föður sem leggur allt í sölurnar til að finna draumajólagjöf sonar sína: Turbo-Man leikfangakall.