fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Vilhjálmur allt annað en sáttur: „Annað eins vanhæfi hefur ekki sést“ – „Gjörsamlega grátbroslegt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 13:00

vilhjálmur birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það „gjörsamlega grátbroslegt“ þegar kallað er í heimspekinginn Henry Alexander Henrysson til að fjalla um og gefa álit á nýju veiðileyfi Hvals hf.

Henry Alexander, sem er fulltrúi í fagráði um dýravelferð, var í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær, en fréttastofan greindi frá því að nýtt veiðileyfi Hvals hf. endurnýist sjálfkrafa árlega og því geti það að óbreyttu verið í gildi í áraraðir og er ótímabundið.

Sagði Henry að þetta væru nýmæli í leyfinu en sambærilegt ákvæði um endurnýjun mun ekki hafa verið í fyrir leyfisveitingum. Sagði Henry að upplýsingarnar slái hann illa.

„Þetta er alveg með ólíkindum ef satt er. Vörn Bjarna byggðist öll á því þegar hann var gagnrýndur í fjölmiðlum að þetta væri  allt hefðbundið, þetta væri bara það sama, þetta væri augljóst og hefði alltaf gerst hvort sem var,“ sagði hann í fréttum Stöðvar 2.

Vilhjálmur segir að Henry sé ekki hlutlaus og hann hafi verið einn harðasti andstæðingur hvalveiða sem fyrirfinnst á Íslandi.

„En hann á að vera hlutlaus enda situr hann í þessu blessaða „fagráði“ sem skilaði inn áliti til Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi matvælaráðherra.  En hún byggði sína niðurstöðu við banni við hvalveiðum á árinu 2023 á áliti frá þessu fagráði og nú geta menn og konur velt því fyrir sér hvort þessi aðili í fagráðinu hafi verið hlutlaus við gerð álitsins,“ segir Vilhjálmur sem virðist ekki vera í neinu jólaskapi þó aðeins sex dagar séu þar til jólin ganga í garð.

„Henry Alexander er svo gjörsamlega vanhæfur sem fulltrúi í þessu svokallaða „fagráði“ að [annað eins vanhæfi] hefur ekki sést enda harðasti andstæðingur hvalveiða á Íslandi.“

Fjölmargir skjólstæðingar Vilhjálms eru hjá stéttarfélagi hans og kveðst Vilhjálmur fagna því innilega að búið sé að eyða óvissu með afkomu 200 fjölskyldna vegna komandi vertíðar. Hún muni skila þjóðarbúinu nokkrum milljörðum í útflutningstekjur.

„Frá árinu 2010 hafa hvalveiðar skilað 21 milljarði núvirt í útflutningstekjur en stór hluti þeirra tekna verður eftir hér á Akranesi og nærsamfélögum. Nú þarf að auka verðmætasköpun í íslensku samfélagi og ekki veitir af því án gjaldeyrisskapandi atvinnugreina munum við ekki ná að auka og viðhalda velferð hér á landi!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt

Gengur laus eftir kynferðisbrot gegn barni á jólanótt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“

Dæmdur til dauða: „Þú verður alltaf heigull“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pútín niðurlægður

Pútín niðurlægður
Fréttir
Í gær

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims

Félaginu Genesis Mining á Íslandi slitið – Um tíma ein stærsta rafmyntanáma heims
Fréttir
Í gær

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári