Bieber og Gomez voru í sundur og saman um árabil en þau hættu endanlega saman í mars 2018 og hann giftist fyrirsætunni Hailey Bieber seinna sama ár.
Þrátt fyrir að það séu sex ár síðan þau voru saman fylgjast aðdáendur vel með hegðun þeirra á samfélagsmiðlum. Netverjar hafa fylgst sérstaklega vel með samskiptum Hailey Bieber og Selenu Gomez, það er löng saga sem er farið stuttlega yfir í myndbandinu hér að neðan.
@dailymail This also comes after Selena surpassed Kylie Jenner as the most followed woman on Instagram! #dailymail #fyp #selenagomez #haileybieber #kyliejenner #selenahailey #celebrityfeuds #instagram #selenatiktok #selenator ♬ original sound – Daily Mail
Blanco fór á skeljarnar fyrir viku síðan eftir rúmlega árs samband. Í kjölfarið fóru aðdáendur að fylgjast vel með Bieber, en hann og Blanco voru einnig góðir vinir og hafa unnið að mörgum lögum saman.
Þannig þegar Bieber birti mynd af Hailey kyssa sig á kinnina á Instagram voru þeir handvissir um að hann væri að segja eitthvað með myndinni, eða ekki beint myndinni heldur lagavalinu sem hann hafði með færslunni.
Hann valdi lagið „all my ghosts“ með Lizzy McAlpine sem er tilfinningaríkt lag um ljúfar minningar með fyrrverandi maka sem er erfitt að gleyma. Textinn hljóðar svo:
„I can see it now, the wedding of the year / I can see it now, he stands up there and wipes his tears
I can see it now, when all my ghosts disappear / I can see it crystal clear.“
Aðdáendur telja Bieber hafa verið að senda sinni fyrrverandi leynileg skilaboð með þessu.
„Ef þið hlustið á þetta lag þá sjáið þið að hann er að reyna að senda Selenu skilaboð,“ sagði einn.
„Ég veit ekki hvort hann sé að meina þetta eða grínast,“ sagði annar.