Blaðið greinir frá því í dag að Strandarkirkju í Selvogi hafi borist óvæntur arfur á dögunum þegar í ljós kom að bóndinn á Stafnshóli á Höfðaströnd í Skagafirði, Þórður Þorgilsson, hefði arfleitt kirkjuna að öllum sínum eigum, jörðinni og lausafé.
Þórður var á níræðisaldri þegar hann lést í sumar. Heimildir Morgunblaðsins herma að um sé að ræða um 50 milljónir króna af lausafé auk jarðarinnar.
Þórður var einstæðingur og átti enga lögerfingja en erfðaskrá hans frá árinu 2000 kom í leitirnar nýlega. Heimir segir við Morgunblaðið að um sé að ræða mikinn happafeng fyrir sóknina sem muni koma að góðum notum. Þetta muni til dæmis gera henni kleift að sinna viðhaldi í náinni framtíð.
Í umfjöllun blaðsins er bent á að aðeins tíu manns greiði sóknargjöld til Strandarkirkju og námu þau einungis um 120 þúsund krónum í fyrra. Á sama tíma var kostnaður vegna viðhalds og reksturs ríflega 14 milljónir króna.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.