fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
433Sport

Fundur á dagskrá – Gæti farið frá United eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mun funda með umboðsmanni Joshua Zirkzee á næstunni um framtíð leikmannsins. Þetta herma fréttir á Ítalíu og er hann orðaður við endurkomu þangað.

Zirkzee hefur lítið getað frá því hann fór til United frá Bologna í sumar á 36,5 milljónir punda. Þá hefur hann aðeins byrjað einn leik undir stjórn nýja stjórans, Ruben Amorim og er Rasmus Hojlund framar í goggunarröðinni.

Ítalski miðillinn Tuttosport segir að Zirkzee gæti farið frá United strax í janúar og hefur Juventus áhuga. Þar er einmitt Thiago Motta við stjórnvölinn, en hann náði því besta úr hollenska sóknarmanninum er þeir unnu saman hjá Bologna.

Það á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr fundi Amorim, United og umboðsmanns Zirkzee en svo gæti farið að United ætli að sækja annan sóknarmann í janúar og þá eru dagar Zirkzee á Old Trafford líklega senn taldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ólga á meðal Hafnfirðinga og Davíð Þór tjáir sig – „Okkur finnst ansi harkalega að okkur vegið“

Ólga á meðal Hafnfirðinga og Davíð Þór tjáir sig – „Okkur finnst ansi harkalega að okkur vegið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Freyr látinn fara í Belgíu

Freyr látinn fara í Belgíu
433Sport
Í gær

Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“
433Sport
Í gær

Sterling ætlar ekki annað í janúar

Sterling ætlar ekki annað í janúar
433Sport
Í gær

Sævar fær meiri ást eftir því sem árin líða – „Fólk sér mig mjög mikið, ég hjóla alltaf á æfingar“

Sævar fær meiri ást eftir því sem árin líða – „Fólk sér mig mjög mikið, ég hjóla alltaf á æfingar“
433Sport
Í gær

Ronaldo gæti tekið að sér áhugavert starf

Ronaldo gæti tekið að sér áhugavert starf