Það eru margar ástæður fyrir því, til dæmis vegna bragðsins, næringarinnihaldsins og umhverfisins.
Hýðið verndar næringarefnin en kartöflur eru fyrirtaksuppspretta vítamína og steinefna. Stór hluti af næringarefnunum er rétt undir hýðinu. Þegar þú skrælir kartöflur, áttu á hættu að fjarlægja stóran hluta af næringarefnunum. Hýðið virkar einnig sem vörn þegar þú sýður kartöflur því það kemur í veg fyrir að næringarefnin endi í vatninu.
Það er gott fyrir umhverfið að láta hýðið vera á. Árlega er miklu magni kartöfluhýðis hent en það hefði auðveldlega getað nýst við matargerð. Með því að hafa hýðið á, dregur þú úr matarsóun og færð meira út úr þessari ljúffengu vöru. Þess utan sparar þú tíma!
Hýðið leggur sitt af mörkum til að gera kartöflurnar stífari og þær verða síður mjölmiklar. Þetta gerir að verkum að þær fara betur í munni.
Hýðið er hollt en það þarf að þvo kartöflurnar vel áður en það er borðað.