fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Pressan
Miðvikudaginn 25. desember 2024 12:30

Kartöflur eru lostæti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kartöflur eru meðal þeirra matvæla sem mest eru notuð á mörgum heimilum. Margir hafa vanið sig á að skræla þær áður en þær eru soðnar. Þetta er arfleið frá gamalli tíð þar sem fólk vildi forðast að fá leifar af mold og óhreinindi í matinn. En það er hins vegar góð hugmynd að sleppa því að skræla þær.

Það eru margar ástæður fyrir því, til dæmis vegna bragðsins, næringarinnihaldsins og umhverfisins.

Hýðið verndar næringarefnin en kartöflur eru fyrirtaksuppspretta vítamína og steinefna. Stór hluti af næringarefnunum er rétt undir hýðinu. Þegar þú skrælir kartöflur, áttu á hættu að fjarlægja stóran hluta af næringarefnunum. Hýðið virkar einnig sem vörn þegar þú sýður kartöflur því það kemur í veg fyrir að næringarefnin endi í vatninu.

Það er gott fyrir umhverfið að láta hýðið vera á. Árlega er miklu magni kartöfluhýðis hent en það hefði auðveldlega getað nýst við matargerð. Með því að hafa hýðið á, dregur þú úr matarsóun og færð meira út úr þessari ljúffengu vöru. Þess utan sparar þú tíma!

Hýðið leggur sitt af mörkum til að gera kartöflurnar stífari og þær verða síður mjölmiklar. Þetta gerir að verkum að þær fara betur í munni.

Hýðið er hollt en það þarf að þvo kartöflurnar vel áður en það er borðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni