fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Pressan
Miðvikudaginn 25. desember 2024 14:30

Hafragrautur er vinsæll morgunmatur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú hugleitt hvaða áhrif morgunrútínan þín hefur á restina af deginum? Mörgum finnst sem það vanti nokkrar klukkustundir í daginn til að geta gert allt það sem þarf að gera. En kannski snýst þetta um að endurskipuleggja hvernig klukkustundirnar 24 eru notaðar.

Fólk, sem hefur náð miklum árangri í lífinu, til dæmis Bill Gates, Elon Musk og Mark Zuckerberg, hefur vel útfærða morgunrútínu sem gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að afköstum þeirra og orku.

Með því að gera smávegis breytingar á morgunrútínunni þinni, breytingar sem vísindarannsóknir staðfesta að séu góðar, getur þú komið þér upp rútínu sem veitir þér meiri orku og betri byrjun á deginum.

Byrjaðu daginn með náttúrulegri birtu – rannsóknir hafa sýnt að það að komast í tæri við náttúrulega birtu á fyrstu 30 mínútunum, eftir að við vöknum, getur komið reglu á dægurrytmann og aukið orku. Dragðu frá eða farðu út í smástund. Meira að segja á skýjuðum dögum finnur þú mun á þér.

Drekktu eitt glas af vatni – eftir 6-8 klukkustunda svefn er líkaminn vökvaþurfi. Stórt vatnsglas getur komið jafnvægi á vökvabúskapinn og hjálpað þér við að finnast þú frískari og vakandi. Þetta er einföld en áhrifarík byrjun á deginum.

Hreyfðu þig í 10 mínútur – hreyfing að morgni til getur komið blóðrásinni í gang og losað um endorfín sem bæta skapið. Þetta geta verið léttar teygjuæfingar, jóga eða stuttur göngutúr.

Prótínríkur morgunmatur – góður og prótínríkur morgunmatur getur komið jafnvægi á blóðsykurinn og fært þér orku sem endist. Egg, grísk jógúrt, hnetur eða haframjög eru góðir kostir.

Ekki opna símann – ef þú byrjar daginn á að skoða samfélagsmiðla eða tölvupóst, þá getur það valdið stressi og gert að verkum að þú ert ekki einbeitt(ur) í upphafi dags. Notaðu tímann frekar í að skipuleggja daginn eða hugleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Í gær

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu