fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Pressan
Miðvikudaginn 25. desember 2024 13:30

Þessi er greinilega kvefaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hvimleitt að fá kvef og margir leita leiða til að losna hratt við og lina þau óþægindi sem það veldur. Það er til náttúrulegt efni sem kemur að sögn sterkt inn í viðureigninni við kvef.

Þetta er hvítlaukur og því ættu flestir að geta gripið til hans þegar kvef herjar, því hvítlaukur er væntanlega til í nánast hverju eldhúsi.

Hann er auðvitað þekktari sem hráefni við matargerð en öldum saman hefur verið vitað að hollusta hans er mikil og að hann getur komið að gagni þegar heilsan er ekki upp á sitt besta. Niðurstöður vísindarannsókna styðja þetta.

En af hverju er hvítlaukur góður við kvefi?

Ástæðan er að hann inniheldur virka efnið allicin en það losnar um það þegar hvítlaukurinn er skorinn eða kraminn. Efnið vinnur gegn bakteríum og veirum og getur því komið að gagni í baráttunni við sýkingar og um leið styrkir það ónæmiskerfið.

Í rannsókn, sem var birt í vísindaritinu Advances in Therapy, kom fram að fólk sem fékk sér hvítlauksfæðubótarefnið daglega, var sjaldnar kvefað og skemur veikt en þeir sem ekki fengu sér slíkt fæðubótarefni.

Svona á að nota hvítlauk gegn kvefi:

Hrár hvítlaukur virkar best því úr honum fáum við allicin á skjótan hátt. skerðu laukinn fínt og láttu hann bíða í 10 mínútur, til að koma allicin í gang, og borðaðu hann síðan hráan. Ef bragðið er að stríða þér, þá er í lagi að setja smá hunang út á að til að milda það.

Hvítlaukste gæti hentað þeim sem ekki ráða við að borða hann hráan. Hakkaðu eitt hvítlauksrif og láttu það liggja í heitu vatni í 5-10 mínútur. Bættu sítrónu og hunangi út í til að styrkja bragðið um ónæmisviðbrögðin.

Hvítlauksolíu er hægt að nota til að losa um stíflu í nefi. Hitaðu smá ólífuolíu og sett nokkur kramin hvítlauksrif út í. Andaðu síðan gufunni að þér.

En hvítlaukur hefur fleiri góð áhrif en bara gegn kvefi. Hann getur lækkað blóðþrýstingin, dregið úr bólgum, bætt heilsu hjartans og meltinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Í gær

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni