fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir

Pressan
Miðvikudaginn 18. desember 2024 08:00

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lögreglan hefur handtekið 93 meðlimi 28 skipulagðra glæpahópa sem stóðu að baki búðarþjófnuðum. Verðmæti þýfisins er sem nemur um 700 milljónum íslenskra króna.

Sky News segir að það sé ný deild innan lögreglunnar sem hafi unnið að rannsókn málsins og handtekið fólkið.

Deildin hefur nú verið starfrækt í sjö mánuði og hefur á þeim tíma kortlagt glæpagengin og starfsemi þeirra og hvaða svæðum þau starfa á. Kennsl hafa verið borin á 228 brotamenn, sem höfðu ekki komið við sögu lögreglunnar áður, og 70 ökutæki sem brotamennirnir nota.

Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan hefur skipulega kortlagt starfsemi glæpagengja, sem gera út á hnupl úr búðum, og hvaða verslanir þau beina sjónum sínum að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Pútín niðurlægður