fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Lygi sendi hann beint í dauðann

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 06:15

Nikita Molochkovsky

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gegn vilja hans var Nikita Molochkovsky sendur í fremstu víglínu í Úkraínu og þar lést hann. Nú eru sannanir komnar fram fyrir að bláköld lygi hafi sent hann beint í dauðann.

Tugir þúsunda Rússa hafa fallið í stríði Vladímír Pútíns í Úkraínu. Einn þeirra er Nikita en saga hans er þó öðruvísi en saga flestra.

Hann var tvítugur þegar hann féll í stríðinu. Nikita, sem var frá Sakhalin-héraðinu, hélt því alltaf fram að hann hefði aldrei skrifað undir samninginn sem vísað var í þegar hann var sendur í stríð. Hann sakaði yfirmann herdeildar sinnar og herinn um að hafa falsað undirskrift hans svo hægt væri að senda hann í stríð.

En áður en hægt var að ljúka rannsókn málsins hvarf hann, það var í ágúst, þar sem hann var staddur í fremstu víglínu í Úkraínu. Í október staðfesti herinn síðan að hann hefði látist í orustu.

Að vonum er fjölskylda hans harmi sleginn og hefur reynt að leiða sannleikann í ljós og nú eru komnar fram sannanir fyrir að Nikita hafði rétt fyrir sér.

Samkvæmt umfjöllun Sibir.Realii þá segja nokkrir heimildarmenn að rannsókn Institute of Forensic Examination and Criminology hafi leitt í ljós að undirskriftin á meintum samningi Nikita við herinn sé ekki hans.

Hún er þar af leiðandi fölsuð og Nikita hafði því fullkomlega rétt fyrir sér. Hér var um lygi og fölsun að ræða sem varð þess valdandi að hann var sendur beint í dauðann.

En það skiptir rússnesk yfirvöld ekki neinu máli því þau hafa nú hætt rannsókn málsins og segja að það séu engar vísbendingar eða sannanir í málinu. Fjölskylda Nikita er að vonum ósátt við það. „Sérðu hvað þeir gera? Þeir loka sakamáli varðandi fölsun undirskrifta, jafnvel þótt fyrir liggi niðurstaða rannsóknar sem sannar að þetta er fölsun,” sagði ættingi Nikita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Framtíð Grindavíkur – fyrstu drög rammaskipulags kynnt

Framtíð Grindavíkur – fyrstu drög rammaskipulags kynnt
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári

Davíð segir það tóma þvælu að kennarar séu í fríi fjóra mánuði á ári
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Útgjöld Garðabæjar á árinu hækka um tæplega hálfan milljarð

Útgjöld Garðabæjar á árinu hækka um tæplega hálfan milljarð
Fréttir
Í gær

Nína Gautadóttir er látin

Nína Gautadóttir er látin
Fréttir
Í gær

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því
Fréttir
Í gær

Hvítar línur birtast á „græna veggnum“ við Álfabakka – „Fuglarnir mínir eru bara orðnir þunglyndir“

Hvítar línur birtast á „græna veggnum“ við Álfabakka – „Fuglarnir mínir eru bara orðnir þunglyndir“
Fréttir
Í gær

Norður-kóreskir hermenn áttu slæma helgi í Rússlandi – 30 drepnir eða særðir

Norður-kóreskir hermenn áttu slæma helgi í Rússlandi – 30 drepnir eða særðir