„Persónulega er ég tilbúin að taka nýja skref, nýja áskorun,“ segir Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, í viðtali við hinn virta blaðamann Henry Winter.
Rashford er þessa dagana sterklega orðaður frá United. Hann var hafður utan hóps í leiknum gegn Manchester City um helgina og virðist ekki inni í myndinni hjá nýja stjóranum Ruben Amorim.
„Það verður ekkert illt á milli okkar. Þú munt aldrei heyra mig segja neitt slæmt um Manchester United. Ég verð alltaf stuðningsmaður liðsins,“ segir Rashford þrátt fyrir fréttaflutning undanfarinna daga.
„Mér finnst ég vera misskilinn en það er allt í góðu. Ég er ekki flókinn maður, ég elska fótbolta. Þannig hefur líf mitt verið allt frá upphafi. “
Rashford er uppalinn hjá United og hefur spilað með liðinu alla tíð. Það er útlit fyrir að það breytist bráðlega.