Rétt í þessu var tilkynnt að kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hefur verið valin á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025.
Þetta eru eins konar undanúrslit áður en tilkynnt er formlega um hvaða kvikmyndir eru tilnefndar til verðlaunanna.
Kvikmyndin Snerting er á listanum fyrir flokkinn besta erlenda kvikmyndin. Fjórtán aðrar myndir eru á stuttlistanum og koma meðal annars frá Danmörku, Bretlandi, Palestínu, Noregi og Lettlandi.
Snerting fjallar um Kristófer sem er leikinn af Agli Ólafssyni. Kristófer er ekill, kominn á eftirlaun og þegar heimsfaraldurinn skellur á leggur hann upp í ferðalag til að reyna að komast að því hvað varð um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. Kvikmyndin byggir á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem sló í gegn í jólabókaflóðinu árið 2020 og hlaut einróma lof gagnrýnenda og tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna.