fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Ólga á meðal Hafnfirðinga og Davíð Þór tjáir sig – „Okkur finnst ansi harkalega að okkur vegið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga ríkir á meðal Hafnfirðinga í kjölfar þess að erindi bæjarins til FH birtist opinberlega. Sneri það að bókhaldi félagsins er kemur að byggingu knatthússins Skessunnar.

433.is greindi fyrst frá málinu í dag, en rætt var við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann knattspyrnumála hjá FH, í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

„Fjárhagsstaðan hefur náttúrulega verði erfið í ljósi þess að fjármagnskostnaður hefur verið að sliga félagið í lengri tíma,“ sagði Davíð þar.

Hafnarfjarðarbær fékk Deloitte til að skoða bókhald aðalstjórnar FH vegna kostnaðar við byggingu á Skessunni og misræmis í ársreikningum félagsins. Tengist það viðræðum um kaup bæjarins á knatthúsinu.

Meira
Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, fékk til að mynda 61 milljón króna fyrir að stýra byggingarframkvæmdum á Skessunni, sem ekki var gert ráð fyrir í samkomulagi við bæinn. Þá hefur félag í eigu bróður hans, Jóns Rúnars Halldórssonar, Best Hýs, fengið nærri 400 milljónir króna greiddar frá FH undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningum þess félags námu tekjurnar þó aðeins 99 milljónum króna á árunum 2018-2022.

„Ég skil alveg að það vakni spurningar. Við reynum að útskýra það eins vel og við getum og svo er það mat fólks að dæma um það. En í mínum bókum hafa þessir tveir menn unnið ótrúlegt starf fyrir þetta félag undanfarna áratugi. Það er ekkert sem mun breyta því,“ sagði Davíð í kvöld.

„Þetta er auðvitað erfið umræða. Það er aldrei gaman að vera í skotlínunni. Umræðan eins og hún hefur birst í dag, okkur finnst kannski ansi harkalega að okkur vegið.“

Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og verðandi bæjarstjóri, ræddi einnig við RÚV.

„Það var eitt og annað í skýrslunni sem við töldum mikilvægt að fá frekari svör við áður en við gengum til samninga við félagið. Það fengust einhver svör en við erum áfram í samtali við félagið, svo það er ekki allt komið til skila,“ sagði hann.

Valdimar kveðst þá skilja ólgu á meðal bæjarbúa. „Hér er verið að tala um meðhöndlun opinberra fjármuna. Við höfum fullan skilning á að það vekji upp reiði og ólgu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar

United gæti þurft að borga Rashford 3,5 milljarð til að losna við hann í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool

Möguleiki á að Trent spili aldrei aftur fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar

Talið að hann gæti endað í Manchester í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hollenskur miðvörður sagður á óskalista Arne Slot

Hollenskur miðvörður sagður á óskalista Arne Slot