fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bótaskylda Sjóvá gagnvart flugliða Icelandair hefur verið viðurkennd fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en tryggingafélagið hafði áður hafnað því að greiða flugliðanum úr ábyrgðartryggingu flugfélagsins eftir vinnuslys.

Málið varðar neyðarrennu í flugvélarlíkandi sem flugliðum var gert að renna sér niður til að æfa viðbrögð við neyðaraðstæðum. Flugliðinn í málinu hafði starfað fyrir Icelandair frá árinu 1977 og var þann 19. mars 2020 gert að renna sér niður rennuna og brotnaði þá illa á ökkla. Hálfu ári eftir slysið var flugliðinn metinn með 10% örorku.

Sjóvá taldi sér ekki skylt að greiða bætur þar sem Icelandair hefði hvorki farið á svig við lög né reglur við framkvæmd æfingarinnar. Ekkert bendi til þess að frekari öryggisráðstafanir hefðu komið í veg fyrir slysið sem sé dæmi um óhapp og því ekki um bótaskyldan atburð að ræða.

Flugliðinn rakti þó að hún var ekki fyrst til að slasast út af neyðarrennunni. Þvert á móti hefði slys verið tíð og aðeins 10 dögum áður hafði annar flugliði slasast á æfingu og Icelandair í kjölfarið ákveðið að ráðast í frekari öryggisráðstafanir. Svo hafði félagið pantað sérstaka dúka til setja í rennuna til að hægja ferð þeirra sem renndu sér niður.

Þessi dúkur skilaði sér ekki fyrr en seint og síðar meir en engu að síður hafði Icelandair aftur haldið æfingu, meðvitað um þá hættu sem væri þar á ferð.

Tveir aðrir flugliðar sem tóku þátt í æfingunni báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa upplifað óþægindatilfinningu er þær renndu sér niður neyðarrennuna. Þeim fannst þær ekki hafa fulla stjórn á aðstæðum og lýstu offorsi og hraða. Enginn starfsmaður hafi beðið þeirra við enda rennunnar, líkt og áður tíðkaðist, til að taka á móti þeim. Þetta mátti rekja til COVID-19 faraldursins en Icelandair vildi takmarka snertingu milli starfsfólks.

Fram kom að í kjölfar slyssins 19. mars hætti Icelandair að skylda aðra en nýliða til að taka þátt í þessum æfingum.

Dómari rakti að alls áttu sér stað fimm slys sem rekja mætti til neyðarrennunnar á tímabilinu janúar til mars 2020. Á Icelandair sem flugrekanda hvíla skyldur til að tryggja rétta þjálfun og viðbrögð við neyðartilvikum. Á sama tíma beri félagið ábyrgð á því að æfingarnar standist kröfur vinnuverndarlöggjafar og lágmarka áhættu.

Það liggi fyrir að Icelandair hafi verið meðvitað um hættuna, enda höfðu slys áður átt sér stað og félagið hafði meðal annars pantað dúk til að draga úr hraða í rennunni, sem væri of mikill. Flugfélagið hafi því vitað að slysahætta væri töluverð og að sérstakra úrbóta væri þörf. Engu að síður var flugliðinn látinn renna sér niður rennuna. Með réttu hefði félagið átt að bíða með æfingar þar til öryggi væri fullnægjandi. Þar með hafi slysið í þessu máli orsakast af hættueiginleikum neyðarrennunnar og skorti á öryggisráðstöfunum við framkvæmd æfingar. Því sé um saknæma háttsemi að ræða og á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar beri Icelandair ábyrgð á tjóni flugliðans sem skuli greiða úr ábyrgðartryggingu Icelandair hjá Sjóvá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans