fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Pressan

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Pressan
Þriðjudaginn 17. desember 2024 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meinti raðmorðinginn Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir morðið á Valerie Mack, en líkamsleifar hennar fundust fyrst í Manorville við Long Island fyrir 24 árum, og svo við Gilgo-ströndina árið 2011. Þetta er sjöunda morðið sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir og enn er reiknað með því að ákærurnar verði fleiri. Mál Heuermann hefur vakið töluverða athygli hér á landi þar sem hann var giftur konu af íslenskum uppruna, Ásu Guðbjörgu Ellerup.

Sjá einnig:Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

„Virðilegi dómari, ég er ekki sekur um nokkuð,“ sagði Heuermann í dómsal í dag.

Hár sem fannst á vinstri úlnlið Mack leiddi til ákærunnar en greining á því bendir til þess að það komi frá Ásu Guðbjörgu eða dóttur hennar, Victoriu Heuermann. Dómskjöl sýndu einnig myndir af kynferðislegum pyntingum sem fundust á raftækjum í eigum Heuermann. Þar mátti sjá fjötrum beitt með sama hætti og Mack hafði verið bundin. Eins er vísað til hrottalegs morðskipulags sem fannst á gömlum hörðum disk. Þar hafði Heuermann hafði skrifað niður leiðbeiningar og punkta um hvernig væri hægt að komast upp með morð. Þar nefndi hann stað sem kallast Mill Road, en hann taldi hann góðan stað til að losa sig við lík. Líkamsleifar Mack fundust að hluta nærri Mill Road í Manorville. Eins hafði Heuermann skrifað í skjalið að það væri skynsamlegt að skera öll húðflúr af fórnarlömbum sínum. Húðflúr Mack höfðu verið skorin af.

Sjá einnig: Afhjúpa hrottalegt morð-bókhald sem fannst á heimili Rex og Ásu Guðbjargar

Valerie Mack var 24 ára þegar hún lést og starfaði sem fylgdarkona í Philadelphia undir dulnefninu Melissa Taylor. Fjölskylda hennar heyrði síðast í henni sumarið 2000 en tilkynnti þó aldrei um hvarf hennar. Líkamleifar hennar fundust síðar árið 2000 í Manorville, eða nánar tiltekið búkur hennar. Útlimir hennar fundust svo árið 2011 við Gilgo-ströndina. Heuermann var fyrr á árinu ákærður fyrir morðið á Jessicu Taylor sem fannst einnig í bæði Manorville og við Gilgo-ströndina og svo fyrir morðið á Sandra Costilla árið 1992 en lík hennar fannst í skóglendi í Southampton árið 1993.

Heuermann hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Mack, Taylor, Costilla og svo morðin á þeim Megan Waterman, Melissa Barthelemy, Amber Costello og Maureen Brainard-Bernes sem allir fundust á Gilgo-ströndinni og hafði verið banað með áþekkum hætti.

Á sama stað fundust líkamsleifar karlmanns sem er talinn vera af asískum uppruna. Hann fannst í kvenmannsfatnaði sem er talið benda til þess að um trans konu hafi verið að ræða. Eins fundust líkamsleifar konu sem ekki hefur tekist að bera kennsl á. Hún er kölluð Peaches út af ferskjuhúðflúri sem hún bar. Skammt frá fundust bein úr 2 ára stúlku sem var dóttir Peaches.

Svo var það Karen Vergata sem sást seinast á lífið árið 1996. Fætur hennar fundust sama ár við Fire Island en aðrir hlutar líksins fundust við Gilgo-ströndina.

Loks var það Shannan Gilbert. Hún var fylgdarkona sem hvarf í maí árið 2011 og ef ekki hefði verið fyrir umfangsmikla leit lögreglu þá hefði ekkert af líkunum á Gilgo-ströndinni fundist. Skiptar skoðanir eru á því hvort Gilbert hafi verið myrt eða hvort hún hafi látist af slysförum.

Rannsókn málsins er mjög umfangsmikil og ekki er enn komin dagsetning fyrir aðalmeðferð. Heuermann var handtekinn sumarið 2023 og hefur setið í einangrun og gæsluvarðhaldi síðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pútín niðurlægður
Miðasala á EM hafin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu