Al-Ittihad í Sádi-Arabíu hefur áhuga á að fá Marcus Rashford frá Manchester United samkvæmt Talksport.
Rashford virðist ekki eiga framtíð hjá United undir stjórn Ruben Amorim, en hann var hafður utan hóps í sigrinum á Manchester City á sunnudag.
Englendingurinn hefur til að mynda verið orðaður sterklega við Paris Saint-Germain en það virðist einnig vera áhugi frá Sádí.
Ittihad er með betri liðum þar í landi en stjóri liðsins er Laurent Blanc, fyrrum þjálfari franska landsliðsins, en hann spilaði til að mynda með United á leikmannaferlinum.