fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Frans páfi greinir frá misheppnuðu banatilræði í fyrsta sinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 16:30

Frans Páfi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leyniþjónustan og lögregluyfirvöld í Írak komu í veg fyrir að Frans páfi yrði drepinn í sjálfsmorðssprengjuárásum fyrir þremur árum síðan. Frá þessu er greint í fyrsta sinn í sjálfsævisögu páfans, sem ber heitið Von, en bókin kemur formlega út í byrjun janúar. Ætlunin var að hún myndi koma út eftir dauða hans en ákveðið var að flýta útgáfunni.

Páfinn heimsótti Írak í mars 2021 en í bókinni kemur fram að honum hafi verið alfarið ráðið frá því að láta verða af heimsókninni. Covid var þá að valda usla hjá allri heimsbyggðinni og ljóst var að ástandið í Írak var afar viðkvæmt, sérstaklega í borginni Mosul sem var sundurtætt eftir átök síðustu ára.

Páfinn lét hins vegar viðvaranir sem vind um eyru þjóta, enda var hann staðráðinn í að heimsækja landið.

Í bókinni kemur fram að breska leyniþjónustan hafi komist að ráðabrugginu um það leyti sem Frans lenti í Bagdad og gert lögregluyfirvöldum þar viðvart. Lögreglan hafi svo gert öryggisteymi Vatíkansins viðvart.

Um tvöfalda árás var að ræða. Í fyrsta lagi ætlaði kona að sprengja sig upp í Mosul þegar Frans páfi myndi heimsækja borgina og þá ráðgerðu hryðjuverkamenn að keyra trukk, fullum af sprengjuefna, eins nálægt páfanum og hægt var í Mosul og sprengja hann í loft upp.

Í bókinni segist Frans páfi hafa spurt öryggisteymi sitt hvað hefði orðið um hryðjuverkamennina og fengið svarið: „Þeir eru ekki lengur meðal vor“. Íraska lögreglan hafði upprætt þá.

„Jafnvel þetta er hinn eitraði ávöxtur stríðs,“ er haft eftir páfanum í bókinni.

Þrátt fyrir hætturnar kláraði páfinn hina þriggja daga ferð og lýsti sjálfum sér sem „pílgríma friðar“. Þúsundir kristinna manna voru drepnir í árásum hermanna Íslamska ríkisins í norðurhluta Írak á árunum 2014 til 2017 og enn fleiri þurftu að flýja heimili sín út af yfirvofandi ofbeldi.

Frans messaði yfir hinum kristnu að fyrirgefa það harðræði sem öfgamennirnir hefðu beitt og einbeita sér að því að byggja upp landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nína Gautadóttir er látin

Nína Gautadóttir er látin
Fréttir
Í gær

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því
Fréttir
Í gær

Sagt upp á jólunum

Sagt upp á jólunum
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur