fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Kópavogsbær selur íbúð sem þarfnast mikils viðhalds

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 13:30

Ástand íbúðarinnar er sagt ekki vera gott og ráðast þurfi í kostnaðarsamt viðhald. Mynd/Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Kópavogs samþykkti í síðustu viku og vísaði til staðfestingar bæjarstjórnar beiðni fjármálasviðs bæjarins um sölu á íbúð í bænum. Íbúðin er í eigu bæjarins en í beiðninni, sem fylgir með fundargerð fundarins, kemur fram ítarleg lýsing á ástandi íbúðarinnar en ljóst er að nýr eigandi mun þurfa að ráðast í kostnaðarsamt viðhald á henni, geri bærinn það ekki áður en íbúðin verður seld.

Íbúðin er í fjölbýlishúsi við Ástún. Hún er 78 fermetrar og fasteignamat hennar á komandi ári er 56,45 milljónir króna. Í húsinu eru alls 18 íbúðir, bærinn á átta þeirra en ein þeirra hefur verið auglýst til sölu og samþykki bæjarstjórn umrædda beiðni mun önnur bætast við.

Í beiðni um heimild til sölunnar kemur fram að húsfélag hússins hafi ekki sinnt viðhaldi á húsinu að utanverðu nægilega vel og því megi búast við talsverðum uppsöfnuðum viðhaldskostnaði í framtíðinni. Fram kemur að það sé mat eignadeildar bæjarins að hag hans sé best borgið með því að selja umrædda íbúð við Ástún. Í beiðninni er vísað til þess að á árinu hafi bærinn gengið frá kaupum á 5 íbúðum og búið sé að samþykkja kauptilboð á einni íbúð til viðbótar. Einnig sé búið að klára uppgjör á stofnframlögum til Brynju leigufélags vegna kaupa á fjórum íbúðum og til Þroskahjálpar vegna kaupa á tveimur íbúðum.

Er því væntanlega markmiðið með sölu á íbúðinni við Ástún að vega upp á móti íbúðakaupum og stofnframlögum bæjarins á þessu ári.

Slæmt ástand

Í beiðninni um sölu íbúðarinnar segir að við söluna yrði fengin ástandsskýrsla sem muni fylgja eigninni.

Með sölubeiðninni fylgir stutt samantekt frá umhverfissviði bæjarins um ástand íbúðarinnar. Samkvæmt samantektinni er íbúðin í slæmu ásigkomulagi og nauðsynlegt viðhald verður kostnaðarsamt.

Í samantektinni er lagt til að íbúðin verði seld í því ástandi sem henni var skilað. Efast er um að bærinn fengi hærra verð fyrir íbúðina þótt ráðist yrði í að tjöruhreinsa hana og mála.

Fram kemur að allt gler í íbúðinni sé ónýtt. Skipta þurfi út öllum miðstöðvarofnum. Hurðir séu í lélegu ástandi. Vatn hafi komist undir parket í að minnsta kosti einu herbergi og vegna mikilla reykinga í íbúðinni þurfi að skipta út fataskápum og eldhúsinnréttingu. Fataskáparnir hafi verið málaðir 2016. Skipta þurfi einnig út blöndunatækjum á baðherbergi.

Gert er ráð fyrir í samantektinni að kostnaður við að standsetja íbúðina verði í kringum 9 milljónir króna. Í lok samantektarinnar koma enn fremur fram áhyggjur af ástandi hússins í heild. Fara þurfi út í mikinnn kostnað á vegum húsfélagsins á komandi árum ef húsið eigi hreinlega ekki að eyðileggjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nína Gautadóttir er látin

Nína Gautadóttir er látin
Fréttir
Í gær

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því

Þingmaður segir að bandarísk yfirvöld viti nákvæmlega hvað er í gangi en þori ekki að segja almenningi frá því
Fréttir
Í gær

Sagt upp á jólunum

Sagt upp á jólunum
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur