Um er að ræða talsvert áfall fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta en Igor var náinn forsetanum, að því fram kemur í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Sprengjunni var komið fyrir í rafhlaupahjóli og létust bæði Igor og aðstoðarmaður hans í sprengingunni.
Í umfjöllun Mail Online kemur fram að SBU, öryggisþjónusta Úkraínu, hafi lýst ábyrgð á sprengingunni.
Í gær var greint frá því að Úkraínumenn hefðu sakað Rússa um að nota efnavopn sem eru á bannlista í stríðinu gegn Úkraínu og var ábyrgðinni varpað á fyrrnefndan Kirillov. Rússar hafa neitað að hafa notað slík vopn í stríðinu.
Myndir sem birst hafa á Telegram sýna afleiðingar sprengingarinnar í morgun. Á þeim sést greinilega að sprengingin var öflug og sjást tvö lík liggja í snjónum fyrir utan mikið skemmda bygginguna. Þá sést hluti rafhlaupahjóls sem sprengjan var falin í.
Úkraínumenn segjast vissir í sinni sök um að Rússar hafi notað svokallaðar K-1 sprengjur í stríðinu sem innihéldu efni á borð við CS og CN sem eru á bannlista alþjóðasamnings um bann við þróun, framleiðslu og notkun efnavopna.